Aðferðir til að ná blettum

Blettir geta verið erfiðir viðfangs.
Blettir geta verið erfiðir viðfangs.

Það er fátt verra en hræðilegur blettur sem mögulega getur sett jólin á hliðina. Örvæntið eigi því við tókum saman ansi ítarlegan lista yfir leiðir til að ná hinum ólíklegustu blettum úr.

Gríptu til sítrónu og salts
Kannski tengirðu sítrónu og salt við tekíla, en saman hentar það erfiðum blettum eins og bananablettum, sem, þó þeir líti sakleysislega út, er mjög erfitt að ná úr þegar þeir hafa komist í föt barnsins. Bananablettum er næstum ómögulegt að ná úr. En bara næstum því: Settu flíkina með bananablettunum á flatt handklæði, nuddaðu hálfri sítrónu vel á blettinn (efnið) og þvoðu svo samkvæmt leiðbeiningum.

Notaðu ísmola til að losna við tyggjóbletti
Settu flíkina í frystinn ef þar er pláss, annars skaltu þekja blettinn með ísmolum. Bíddu. Skafðu af eins mikið og þú getur. Ef tyggjóið hefur ekki alveg horfið, settu þá bómullarklút með bensíni á bakhlið blettsins. Þegar bletturinn er orðinn mjúkur skaltu nudda blettinn varlega með bensíni. Síðan á að þvo flíkina eins og venjulega.

Vertu róleg(ur)
Kertavax á að ýta undir frið og rólegheit, jafnvel eftir að það hefur lekið niður á uppáhaldssköpunarverk okkar, loðnu ullarpeysuna með hreindýrsmunstrinu framan á. Rífðu hvorki í hár þér né þræðina í peysunni (þá nærðu ekki aðeins vaxinu heldur einnig ullarþráðum). Vertu alveg róleg(ur) og settu umrædda ullarflík í plastpoka. Lokaðu plastpokanum og settu hann í frystinn. Eftir um það bil tvær klukkustundir ætti kertavaxið að flagna af. Ef ekki, settu þá eldhúsrúllubréf eða kaffifilter á blettinn og straujaðu. Þvoðu síðan samkvæmt þvottaleiðbeiningunum. Og slakaðu á.

Daginn eftir: Hey!
Þú sérð ekki alla hluti þegar partí er í gangi í húsinu. Reyndu eftirfarandi ef þú tekur fyrst eftir rauðvínsblettunum í dúknum daginn eftir: Settu dúkinn í frystinn yfir nótt svo rauðvínið kristallist. Bletturinn hverfur í þvotti. Ef þú ert ekki með frysti: Leggðu hann í bleyti í tæran uppþvottalög yfir nótt og þvoðu síðan.

Skolaðu með vatni
Taktu hvíta damaskborðdúkinn. Eftir að hafa þerrað rauðvínið sem helltist niður, geturðu komið í veg fyrir skemmdir á damaskdúknum með því að skola hann í rennandi vatni (mundu að blettir ættu að hverfa strax í fyrsta skipti. Ef þetta er ekki mögulegt (ekkert vatn/dúkurinn of stór/of drukkin(n)) geturðu alltaf hellt úr hvítvínsglösum. Hvítvín vinnur á móti rauða litnum og þá geturðu þvegið borðdúkinn með venjulegum hætti. Eða þú getur fylgt gömlu húsráði: Dýfðu blettinum í sjóðandi mjólk ef dúkinn má þvo við 95° C.

Náið auðveldlega úr jafnvel þrálátustu óhreinindum og blettum:

Bananar: Skolið blettinn strax með eins heitu vatni og efnið þolir. Fari bletturinn ekki alveg, sláið á með tærum uppþvottalegi eða leggið í bleyti í heita mjólk. Ef þörf krefur, nuddið blettinn með fljótandi glýseríni og látið það vera á í 10 klst., eða gerið hann rakan með útþynntri ediksýru eða vatnsperóxíði.

Bjór: Fer úr við venjulegan þvott.

Ber: Skolið blettinn strax með eins heitu vatni og efnið þolir. Fari bletturinn ekki alveg, sláið á með tærum uppþvottalegi eða leggið í bleyti í heita mjólk. Ef þörf krefur, nuddið blettinn með fljótandi glýseríni og látið það vera á í 10 klst., eða gerið hann rakan með útþynntri ediksýru eða vatnsperóxíði.

Rófusafi/rauðkál: Nuddið blettinn með tærum uppþvottalegi og hafið í plastpoka í 5-6 tíma. Ef efnið er hvítt sláðu létt á blettinn með 1% natríum hýpóklóríti eða blöndu úr 1 msk. natríum díþíóníti (bleikivökvi) í stórum bolla af volgu vatni og hreinsið. Notið ekki á viðkvæm efni eins og silki og ull.

Fuglaskítur: Bíðið þangað til bletturinn er þurr. Burstið/skafið úr eins mikið og hægt er. Skrúbbið með blöndu úr 2 msk. af hvítu ediki og tveimur dl af vatni. Fari bletturinn ekki gerið hann rakan með tærum uppþvottalegi og látið vera í plastpoka í 4-6 tíma.

Blóð: Föt sem þola þvott í heitu vatni eða þvott vegna lita ætti strax að skola í köldu vatni. Áður en flíkin er þvegin, leggið hana í bleyti í kalt saltvatn. Sláið létt á gamla bletti með 8% óþynntu ammóníaki.

Brunablettir: Sjóðið brenndan fatnað við lágan hita með 1 bolla (250 ml) af sápu og ½ lítra af mjólk. Þú getur líka slegið létt á blettinn með hvítu ediki. Ef flíkin er úr bómull, ull eða silki sláið létt á blettinn með vetnisperoxíði. Vinnur aðeins á lítið sviðnum blettum.

Kertavax: Setijð flíkina í plastpoka og hafið hana í frystinum í nokkra tíma. Takið út og kroppið vaxið af. Ef örlítið vax er eftir setjið eldhúsrúllubréf undir og yfir blettinn og straujið.

Tyggjó: Setijð flíkina í plastpoka og látið hana í frystinn í nokkra tíma. Takið út og skrapið tyggjóið úr. Ef enn eru leifar af tyggjói eftir: setjið bómull vætta í bensíni á bakhlið blettsins þangað til bletturinn verður mjúkur. Nuddið blettinn varlega með bensíni.

Klór: Ef klór hefur slest á lituð föt þín, getur þú ekki gert neitt. Aflituðu blettirnir hverfa ekki. Ef einungis er um að ræða lítinn blett gætirðu reynt smá lagfæringu með vatnsheldum merkipenna í sama lit og flíkin.

Súkkulaði: Bleytið blettinn í sápu, tærum uppþvottalegi eða fljótandi glýseríni og þvoið. Ef fitublettir verða eftir náið þið þeim með kolsýrðu vatni. Annar möguleiki: Bleyttu flíkina með venjulegri mjólk í u.þ.b. 15 mínútur og skrúbbaðu síðan blettinn þar til hann hverfur.

Kaffi: Notið glýserín eða mjólk. Nuddið glýseríninu í blettinn og látið vera í yfir nótt. Eða nuddið glýseríninu á blettinn og bleytið í mjólk.

Lituð krít: Klappaðu blettinn með bensíni og notaðu tusku eða mjúkan bursta/tannbursta.

Karrí: Verulegur hluti í karrí er túmerik, sem er líka notað til að lita vefnað, svo það er bráðnauðsynlegt að bregðast fljótt við. Hellið glýseríni á blettinn og látið standa yfir nótt. Hellið svolitlu af tærum uppþvottalegi á blettinn og látið standa í 5-6 tíma. Annar möguleiki: Sláið létt á blettinn með blöndu af terpentínuolíu, 8% óblönduðu ammóníaki og brúnni sápu.

Egg: Nuddið blettinn með tærum uppþvottalegi og hafið í plastpoka í 4-5 tíma.

Fita: Flestir fitublettir fara úr við eðlilegan þvott, en þú getur verið öruggari ef þú slærð létt á blettinn með tærum uppþvottalegi og hefur í plastpoka í nokkra tíma.

Matarlitur: Sláið létt á blettinn með tærum uppþvottalegi og látið bíða í 5-6 tíma. Annar möguleiki: Leggið í bleyti í nokkra tíma í blöndu þar sem helmingur er vatn og helmingur glýserín. Sé bletturinn enn greinanlegur eftir þvott, sláið létt á með bensíni eða blöndu af 25% ammóníaki og vatni (1 msk. ammóníak á móti 1 l af vatni).

Ávaxtasafi: Skolið blettinn strax með eins heitu vatni og efnið þolir. Fari bletturinn ekki alveg, sláið á með tærum uppþvottalegi eða leggið í bleyti í heita mjólk. Ef þörf krefur, nuddið blettinn með fljótandi glýseríni og látið það vera á í 10 klst., eða gerið hann rakan með útþynntri edikssýru eða vatnsperóxíði.

Gras: Hellið glýseríni á blettinn og látið hann standa í 10-15 mínútur. Annar möguleiki: burstið með tannkremi.

Hárlitur: Næstum ómögulegt að ná úr. Notið aflitunarefni ef flíkin er hvít eða með fastan lit.

Djús: Skolið blettinn strax með eins heitu vatni og efnið þolir. Fari bletturinn ekki alveg, sláið á með tærum uppþvottalegi eða leggið í bleyti í heita mjólk. Ef þörf krefur, nuddið blettinn með fljótandi glýseríni og látið það vera á í 10 klst., eða gerið hann rakan með útþynntri edikssýru eða vatnsperóxíði.

Tómatsósa: Sláið létt á blettinn með tærum uppþvottalegi og látið bíða í 5-6 tíma. Annar möguleiki: Leggið í bleyti, látið liggja í nokkra tíma í blöndu þar sem helmingur er vatn og helmingur glýserín. Sé bletturinn enn greinanlegur eftir þvott, sláið létt á með bensíni eða blöndu af 25% ammóníaki og vatni (1 msk. ammóníak á móti 1 l af vatni).

Varalitur: Setjið blettinn í venjulega mjólk. Skiptið um mjólk þegar hún dregur ekki lengur í sig lit frá varalitnum. Setjið tæran uppþvottalög á blettinn og látið hann standa í 4-6 tíma. Ef enn er litur sjáanlegur eftir þvott, sláið létt á með alkóhóli þegar flíkin er orðin þurr.

Húðkrem: Notið bensín. Setjið eldhúsrúllupappír undir blettinn. Gerið rakt með bensíni kringum blettinn til að komast hjá litun og sláið síðan létt beint á hann. Haldið áfram þangað til bletturinn er næstum því horfinn.

Meik: Gerið blettinn rakan með tærum uppþvottalegi og hafið í plastpoka í 5-6 tíma. Ef bletturinn er ekki alveg horfinn, skrúbbið hann með alkóhóli.

Augnháralitur: Hellið uppþvottalegi á blettinn og hafið í plastpoka í 5-6 tíma. Ef það nægir ekki, sláið létt á blettinn með bensíni.

Mjólk: Sláið létt á blettinn með tærum uppþvottalegi, lokið flíkina þétt í plastpoka og látið bíða yfir nótt. Ef enn eru fitublettir eftir, náið þið þeim með kolsýrðu vatni.

Mygla/mygluð föt: Hverfur ef hægt er að þvo fatnaðinn á 60° C. Skrúbbið bletti á fötum, sem þola aðeins 40° C, með ediki. Ef flíkin lyktar enn af myglu, notið bleikilaust sótthreinsandi efni – fylgið leiðbeiningunum.

Mold: Látið moldina ekki sitja í fötunum í langan tíma. Leggið fötin í bleyti í köldu vatni smá stund áður en þú nuddar þau með sápu eða tærum uppþvottalegi. Ef fitublettir eru eftir, náið þið þeim með kolsýrðu vatni.

Leðja: Látið hana þorna. Burstið úr eins mikið og hægt er. Nuddið blettinn með tærum uppþvottalegi og hafið í plastpoka í 5-6 tíma.

Sinnep: Hellið tærum uppþvottalegi á blettinn og hafið á í 5-6 tíma. Ef það eru smá blettaleifar eftir þvott, sláðu létt á blettinn með svolitlu bensíni eða blöndu af 25% ammóníaki og vatni (½ msk. á móti ½ l af vatni).

Naglalakk: Setjið flíkina á rakadrægt undirlag. Sláið létt á með asetóni og þurrkið strax með eldhúsrúllu. Munið eftir að fjarlægja flíkina af undirlaginu svo bletturinn breiðst ekki út. Asetatefni þolir ekki asetón – notið amýl asetat í staðinn.

Olía: Nuddið blettinn með smjöri. Annar möguleiki: Látið bensín í dropatali á blettinn og pressið með eldhúsrúllubréfi að innan verðu og að utan. Munið eftir að fjarlægja flíkina svo bletturinn breiði ekki úr sér eftir að pappírinn hefur dregið í sig olíuna.

Olíupastellitur: Klappaðu blettinn með bensíni og notaðu tusku eða mjúkan bursta/tannbursta.

Málning, olíugrunnur: Sláið létt á nýja bletti með svolítilli terpentínu. Skrúbbið þornaða bletti með brúnni sápu og látið standa yfir nótt í plastpoka. Skafið sápuna af og þurrkið með rökum klúti.

Málning, vatnsgrunnur, plast og akrýl: Nuddið uppþvottalegi eða brúnni sápu á blettinn og látið standa yfir nótt í plastpoka. Brúnu sápuna verður að skafa af og ætti ekki að nota á silki eða ull.

Ferskja: Skolið blettinn strax með eins heitu vatni og efnið þolir. Fari bletturinn ekki alveg, sláið á með tærum uppþvottalegi eða leggið í bleyti í heita mjólk. Ef þörf krefur, nuddið blettinn með fljótandi glýseríni og látið það vera á í 10 klst., eða gerið hann rakan með útþynntri ediksýru eða vatnsperóxíði.

Blýantur: Nuddið með strokleðri. Annar möguleiki: Setjið tæran uppþvottalög á blettinn og látið standa í 5-6 tíma.

Ilmvatn: Sláið létt á með blöndu úr jafnstórum skömmtum af vatni og alkóhóli.
Upplitun vegna ilmvatns. Sláið létt á með ediksblöndu úr 1 hluta af hvítu ediki á móti 4 hlutum af vatni. Skolið.

Rauðvín: Nýir blettir: Skolið í vatni eða hvítvíni. Eða dýfið í sjóðandi mjólk og sláið síðan létt á með tærum uppþvottalegi. Þurrir blettir: Setjið flíkina í frysti til að rauðvínið kristallist. Annar möguleiki: Setjið tæran uppþvottalög á blettinn og hafið á yfir nótt.

Trjákvoða: Setjið flíkina á rakadrægt undirlag, sláið létt á með asetóni (ekki á asetatefni) eða blöndu af alkóhóli og terpentínu. Þurrkið strax með eldhúsrúllubréfi. Undirlagið drekkur líka í sig, fjarlægið svo flíkina til að forðst að bletturinn dreifi úr sér.

Ryð: Setjið flíkina í bleyti í súrmjólk (hellið 2 msk/10 ml af ediki í mjólkurbolla til að sýra mjólkina) eða sítrónusafa og nuddið með salti. Setjið í sólarljós þar til flíkin er orðin þurr. Einnig er hægt að slá létt á blettinn með efni til að fjarlægja ryð, oxalsýru eða blöndu af 1 hluta af sítrónusýru og 9 hlutum af vatni.

Skóáburður: Setjið glýserín á blettinn og látið standa yfir nótt.

Gosdrykkur: Nuddið með ísköldu vatni. Ef það nægir ekki, gerið blettinn rakan með uppþvottalegi og látið standa í 4-5 tíma.

Sót: Ryksugið eða sláið létt á með límhlið límbands, gerið blettinn rakan með tærum uppþvottalegi og hafið í plastpoka í 5-6 tíma.

Límmiðar: Notið bensín. Setjið eldhúsrúllupappír undir blettinn. Gerið rakt með bensíni kringum blettinn til að komast hjá litun og sláið síðan létt beint á hann. Haldið áfram þangað til bletturinn er næstum því horfinn.

Te: Dýfið flíkinni í venjulega mjólk þar til mjólkin hefur litast. Sláið þá létt á blettinn með tærum uppþvottalegi og látið standa í 5-6 tíma í plastpoka. Annar möguleiki: Hellið glýseríni á blettinn og látið standa í 10-15 mín. Náið erfiðum blettum með alkóhóli.

Tóbak: Bleytið flíkina í þvottaefni, sem inniheldur ensím, eða gerið bletti raka með þessu þvottaefni. Látið standa í nokkra tíma.

Tómatsósa: Sláið létt á blettinn með tærum uppþvottalegi og látið bíða í 5-6 tíma. Annar möguleiki: Leggið í bleyti í nokkra tíma í blöndu þar sem helmingur er vatn og helmingur glýserín. Sé bletturinn enn greinanlegur eftir þvott, sláið létt á með bensíni eða blöndu af 25% ammóníaki og vatni (1 msk. ammóníak á móti 1 l. af vatni).

Æla: Fjarlægið eins mikið og hægt er. Nuddið með uppþvottalegi. Haft í plastpoka í 5-6 tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert