Hin fullkomna kókósísterta

Þessi ísterta er gómsæt og einföld í bakstri.
Þessi ísterta er gómsæt og einföld í bakstri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þessi kaka gæti líka heitið hefðbundin kókoskaka en undirrituð ákvað að breyta henni í ístertu með örlitlu tvisti. Með því að bæta heimagerðum vanilluís ofan á kökuna og kremið á gerast töfrar sem koma manni ekki bara í gott jólaskap heldur bara í stemningu fyrir lífinu.

Hin fullkomna kókósísterta

Botn

 • 4 eggjahvítur
 • 140 g flórsykur
 • 140 g kókosmjöl

Stífþeytið eggjahvítur og bætið svo flórsykri saman við. Þegar deigið er orðið vel stíft og flott er kókosmjöli blandað saman við. Deigið sett í smelluform með bökunarpappír. Stillið ofninn á 150 gráður og bakið í 40 mínútur.

Krem

 • 100 g smjör
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 100 g flórsykur
 • 4 eggjarauður

Bræðið smjör og suðusúkkulaði saman í potti. Þeytið eggjarauðurnar vel saman. Þegar súkkulaðibráðin er tilbúin er henni hellt varlega út í eggjarauðurnar og í lokin er flórsykurinn þeyttur saman við.

Vanilluís

 • 3 eggjarauður
 • 50 g púðursykur
 • 1-2 tsk vanilluduft
 • 3 dl þeyttur rjómi

Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Þá eru eggjarauðurnar þeyttar mjög vel ásamt púðursykri og vanilludufti bætt út í. Þegar blandan er orðin mjúk og áferðarfalleg er rjómanum bætt í.

Nú hefst púsluspilið.

Takið botninn, sem er ennþá í smelluforminu, og hellið súkkulaðikreminu yfir hann. Þegar það er búið er gott að setja formið í nokkrar mínútur inn í frysti. Þegar formið er komið úr frystinum er vanilluísinn settur yfir. Gott er að láta ístertuna vera í allavega átta klukkutíma inni í fyrsti áður en hún er borin fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »