Svona losnar þú við að strauja rúmfötin

Slétt og fínt eins og á hóteli. En nennir þú …
Slétt og fínt eins og á hóteli. En nennir þú að strauja? Mbl.is/pintrest

Þetta ráð kenndi móðir mín mér fyrir löngu og það virkar ansi vel. Auðvitað eru rúmfötin ekki rennislétt eins og eftir straujárn en í dagsins önn dugar þetta vel enda nenni ég lítið að strauja. Lífið er of stutt til að strauja nema manni finnist það skemmtilegt eða róandi eins og einni kunningjakonu minni finnst. 

Strax og þvottavélin hefur lokið sér af eru rúmfötin tekin út og hrist vel. Því næst eru þau brotin vel saman líkt og þau séu að fara niður í skúffu og fara þannig í þurrkarann. Þá vöðlast þau minna og krumpast mun minna. 

Takið rúmfötin strax úr þurrkaranum þegar hann er búinn og brjótið fallega saman. Það er einnig gott að hengja rúmfötin út ef þannig viðrar, þá verða þau svo fersk og nánast ókrumpuð séu þau hengd strax upp og þvottavélin lýkur sér af. Það er krumpukast að láta þau liggja í vélinni og ekki neinum til sóma!

Svo má líka bara kaupa sér hörrúmföt en þau eiga að vera krumpuð!

Hör-rúmföt eru í tísku núna en þau mega og eiga …
Hör-rúmföt eru í tísku núna en þau mega og eiga að vera krumpuð. Mbl.is/mixmix.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert