Tryllt kampavínssósa á for- eða eftirréttinn

Nýja sósukannan sem ég fékk í jólagjöf gleður svo sannarlega …
Nýja sósukannan sem ég fékk í jólagjöf gleður svo sannarlega augað ekki síður en sósan maga. mbl.is/TM

Þessi sósa er algjört dúndur. Hún hentar vel á andasalat í forrétt og er fullkomin með ís, ostatertu eða marens í eftirrétt. Sósan tekur stutta stund í gerð og geymist í nokkra daga í krukku inni í ísskáp. 

Fersk sósa sem slær alltaf í gegn!

Bleik kampavínssósa

400 g frosin hindber
40 g hrásykur
1 dl kampavín eða freyðivín. Ég notaði bleikt kampavín, Veuve Clicquot Rose, því það hefur nettan jarðarberjakeim og passar svo vel með berjunum en auðvitað má nota hvað sem er.

Setjið allt í pott og látið malla við lágan hita í klst. Berið sama vín og er í sósunni fram með eftirréttinum!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert