Vinsælasta sósa landsins

Alsæl bernaise-bomba trítar sig.
Alsæl bernaise-bomba trítar sig. mbl.is/tm

Það er engum blöðum um það að fletta að landinn elskar sósur og sósa ársins ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.

Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er vinsælasta sósan bernaise-sósa – í hinum ýmsu útgáfum.

Vinsælasta útgáfan var hið æsispennandi myndband Matarvefjarins þar sem ritstjórnin sýndi meistaratakta.

Landsliðskokkurinn Kara Guðmundsdóttir var með sína útgáfu.

Og hér gefur að líta skotheldan leiðarvísi sem naut mikilla vinsælda.

Læknirinn deildi sinni bernaise-uppskrift sem naut mikilla vinsælda.

Og þegar Elva Ósk leikkona deildi sinni uppskrift urðu margir yfir sig hrifnir.

mbl.is