Djúsí lauksúpa að hætti Café París

Töframenn! Stefán Melsted matreiðslumaður og einn eigenda Café París ásamt …
Töframenn! Stefán Melsted matreiðslumaður og einn eigenda Café París ásamt Atla Ottesen yfirmatreiðslumanni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í vetrarkuldanum er fátt betra en að fá sér heita súpu. Súpur eru líka fín leið til að vinna sig niður eftir ofát síðustu daga en brauðið gerir hana þó vissulega meira djúsí. Lauksúpan á Café París þykir afburðagóð og því blikkuðum við Stefán Melsted kokk og einn eigenda staðarins til að gefa okkur uppskrift að herlegheitunum.

Lauksúpa fyrir 4:

1 kg laukur
Kryddjurtapoki (2 stk lárviðarlauf, 12 piparkorn, 6 greinar timian)
500 ml gott nautasoð
1 msk sherry edik
2 msk smjör
salt og pipar
4 hvítar brauðsneiðar
400 gr. Ísbúi ostur

Laukurinn er skrældur og skorinn í sneiðar og steiktur í smjöri í þykkbotna potti. Laukinn þarf að steikja við vægan hita í langan tíma, u.þ.b 3 tíma, þar til hann hefur náð djúpum dökkum lit og sætan komin fram í honum. Nautasoðið er sett saman við laukinn og smakkað til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki. Látið malla í hálftíma til klukkutíma. Fransbrauðinu er velt upp úr smjöri og ristað í ofni þar til það verður stökkt.

Þegar súpan er borin fram er henni deilt í skálar, ein sneið af ristuðu franskbrauði sett ofan á og vel af Ísbúa osti. Skálarnar eru svo settar undir grill í ofninum þar til osturinn hefur bráðnað og tekið á sig smá lit. 

Djúsí! Lauksúpan á Café Paris er ákaflega góð og ísbúabrauðið …
Djúsí! Lauksúpan á Café Paris er ákaflega góð og ísbúabrauðið toppar snilldina. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert