Eru glösin föst saman?

Það getur verið algjör martröð að ná glösum í sundur …
Það getur verið algjör martröð að ná glösum í sundur sem eru föst saman. mbl.is/IKEA

Margir kannast við það að glös festist saman svo að varla er hægt að ná þeim í sundur. Stundum eru þau svo föst að maður hreinlega þorir ekki að taka almennilega á þeim af ótta við að þau brotni.

Það er líka algengt á skemmtistöðum að glös festist saman þannig að barþjónar ættu að lesa þessa frétt vel og vandlega til að forðast það að brjóta glös.

Aðferðin er einföld. Setjið kaldan vökva í efra glasið og stingið neðra glasinu í heitt vatn. Þetta virkar samstundis og þið þurfið aldrei aftur að beita afli við að ná glösum í sundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert