Krukkusalat eðalkroppsins

Anna Eiríks heldur úti skemmtilegri síðu með girnilegum uppskriftum og …
Anna Eiríks heldur úti skemmtilegri síðu með girnilegum uppskriftum og fróðleik. mbl.is/annaeiríks.is

Þjálfarinn og gleðibomban Anna Eiríksdóttir opnaði nýverið heimasíðuna annaeiriks.is þar sem hún deilir fróðleik og uppskriftum til að aðstoða fólk við hollara og heilnæmara líferni. Anna fagnaði á dögunum 40 ára afmæli sínu en gefur ekkert eftir í mataræðinu og æfingunum og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. 

„Ég er mjög hrifin af því að útbúa nesti og taka með mér í vinnuna því með því að skipuleggja daginn fyrir fram er auðveldara að halda mataræðinu góðu. Mexíkósalat geri ég þegar ég er með taco eða burrito í kvöldmatinn og þá skelli ég í leiðinni í eina krukku sem ég gæði mér á daginn eftir,“ segir Anna sem þekktust er fyrir hin geysivinsælu námskeið Eðalþjálfun í Hreyfingu.

Mexíkókrukka Önnu Eiríks

Í þeirri röð sem ég raða í krukkuna
1/2 dl salsasósa í botninn
1 dl hakk kryddað með burrito- eða taco-kryddi
1 dl grjón
Niðurskorin gúrka
Niðurskorin paprika
1/2 lárpera skorin
1 lúka spínat
Kirsuberjatómatar (eða bara venjulegur tómatur)

Aðferð:

Öllu hellt úr krukkunni í góða skál og borðað með bestu lyst!

Hollt og gott. Fyrir sósuunnendur má vel bæta við 1 …
Hollt og gott. Fyrir sósuunnendur má vel bæta við 1 msk. af sýrðum rjóma saman við salsasósuna. mbl.is/Annaeiriks.is
Löng röð er í tímana hjá Önnu.
Löng röð er í tímana hjá Önnu. mbl.is/Annaeiríks.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert