Átta skref að hreinna heimili

mbl.is

Öll þekkjum við snyrtilegt fólk sem virðist alltaf vel til haft og býr á hreinum heimilum. En hvernig fer þetta fólk að þessu?

Sannleikurinn er að þetta er að miklu leyti til komið vegna átta atriða sem þessir einstaklingar eru með á hreinu en fyrir okkur hin þá er nauðsynlegt að tileinka sér þau – sér í lagi ef við viljum taka til í tilverunni.

1. Þau einfalda verkið í huganum. Hver kannast ekki við að mikla fyrir sér það verk að þrífa alla íbúðina eða húsið. Svo mikið að það er stundum betra að láta kyrrt liggja. Snyrtilega fólki hefur vit á því að einfalda verkið í huganum. Þannig segir það sér að þetta taki bara 10 mínútur og oftast er það rétt.

2. Þau safna ekki drasli í viku. Hver kannast ekki við að bugast undan rusli og skella þá í allsherjarhreingerningu sem veldur gríðarlegri vellíðan og örmögnun að verki loknu. Snyrtilega fólkið myndi aldrei láta sér detta slík vitleysa í hug. Það gerir eitthvað á hverjum degi og fyrir vikið þarf það aldrei að gera mikið í einu og heimilið er aldrei á hvolfi.

3. Þau ganga frá fötunum í lok dags. Prófaðu þetta. Það er merkilegt hvað þetta eina litla atriði breytir miklu. Prófaðu líka að þvo oftar, mögulega minna í einu á styttra prógrammi og þurfa ekki að taka einn ríkisþvottadag.

4. Þau tæma ísskápinn reglulega. Hver kannast ekki við að vera með afganga frá jólunum enn þá inn í kæli. Snyrtilega fólkið tekur reglulega til í kælinum og hendir því sem farið er að skemmast. Fyir vikið er ísskápurinn alltaf fínn.

5. Einu sinni í viku skaltu ryksuga vel og vandlega. Það þýðir undir mottum, húsgögnum og alls staðar þar sem litlir bústnir rykhnoðrar geta legið í leyni.

6. Allt er gott í hófi. Þetta fólk er snjallt og færist ekki meira í fang en það ræður við. Því tekur það aldrei lengur til en 15 mínútur í senn. Það gerir verkefnalista endrum og eins og tæklar hann skipulega. Skilpulag og sjálfsstjórn er klárlega mikilvægt hér!

7. Þau heimsækja dralsbunkann reglulega. Hver kannast ekki við draslbunkann, hinn dularfulla stað þar sem allt drasl er sett en enginn gengur frá. Snyrtilegt fólk fellur ekki á svo einföldu bragði og fer reglulega í bunkann og gengur frá.

8. Þau leggja árherslu á mikilvægasta herbergið. Hvaða herbergi er mest notað á heimilinu? Snyrtilega fólkið passar upp á að það herbergi sé alltaf fínt. Það hefur mikilvæg sálræn áhrif að hafa fínt í kringum sig og því er það fullkomlega rökrétt að passa upp á að hafa mest notaða rýmið sem hreinast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert