Döðlupestó Öldu einkaþjálfara

Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu
Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu mbl.is/Kristinn Magnússon

Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu laumaði að okkur þessari góðu pestóuppskrift sem hentar ákaflega vel á vefjur, brauð, í kjúklingarétt eða sem salatdressingu séu enn meiri olíu blandað við. Algjört dúndur!

Döðlupestó

1 krukka sólþurrkaðir tómatar (ca 300 gr krukkan með olíu)
1 krukka steinlausar svartar ólífur (ca 100 gr ólífur)
10 stórar og mjúkar döðlur
2 hvítlauksrif
1,5 dl kasjúhnetur
1,5 dl klettasalat

Hella olíunni af sólþurrkuðu tómötunum og vatninu af ólífunum. Skera döðlurnar og taka steinana úr þeim. Rífa niður tvö hvítlauksrif. Annaðhvort saxa þetta allt með hníf og hræra saman i skál eða skella því í matvinnsluvél. Passa bara að mauka það ekki alveg ef ætlunin er að halda í þessa grófu áferð. Saxa klettasalat og kasjúhnetur í grófa bita og bæta út í skálina. Hræra allt vel saman. Gott er að bæta við næringargeri og hræra saman við en það gefur keim af ostabragði. Einnig má bæta við fetaosti.

Gott er að leyfa pestóinu að standa í kæli í smá tíma áður en það er borið fram, leyfa bragðinu að hámarka sig. Pestóið má bera fram með brauðsneið, hrökkbrauði, baka það á þunnum pizzabotni eða jafnvel hræra soðin egg saman við.

Virkilega gott pestó.
Virkilega gott pestó. mbl.is/Kristinn Magnúsosn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert