Ítalskar bollur með kremaðri tómat- og basilsósu

Virkilega góðar bollur sem vel má frysta.
Virkilega góðar bollur sem vel má frysta. mbl.is/hnlfi

Þessi girnilega uppskrift kemur frá Heilsustofnuninni í Hveragerði en grænmetisréttirnir þar eru engu líkir. Þar er einnig hægt að renna við og kaupa sér mat, fara á matreiðslunámskeið og ýmislegt annað hollt og heilnæmt. 

Ítalskar vegan bollur með kremaðri tómat- og basilsósu

250 gr. soðin hýðisgrjón kæld
250 gr. sveppir sneiddir
50 gr. brauðraspur
70 gr. heilhveiti
1 laukur fínt saxaður
2 hvítlauksrif marin
1 tsk. þurrkað basil
1 tsk. þurrkað oregano
1 1/2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
1/4 tsk. chilli-flögur
olía til að steikja

Hitið pönnu og brúnið laukinn og sveppina uns mjúkt og ilmandi. Bætið svo við hvítlauknum og eldið í smá stund til viðbótar. Svo fer allt hráefnið í matvinnsluvél og unnið í deig. Blandan er svo kæld alveg niður. Bollur eru svo mótaðar og steiktar á pönnu upp úr olíu.

Kremuð tómat basil sósa

2 dósir maukaðir tómatar
1 - 2 laukar fínt saxaðir
4 hvítlauksrif marin
1 stilkur sellerí smátt skorinn
3 msk. maukaðir sólþurrkaðir tómatar
3 msk. kókosrjómi
2 tsk. oregano
2 tsk. basil
1 tsk. rósmarín
salt og pipar eftir smekk

Steikja lauk, sellerí og hvítlauk í potti þangað til brúnað svo er öllu bætt út í og látið malla við vægan hita í 20 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert