Saltfiskur í hvítlaukstómatsósu með svörtum ólífum

Saltfiskurinn ætti engan að svíkja.
Saltfiskurinn ætti engan að svíkja. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Saltfiskur er herramannsmatur eins og flestir vita og sívinsæll á borðum landsmanna. Suðrænar útgáfur af honum hafa notið mikillar hylli enda sérdeilis frábærar og hér kemur sjálfur Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, með sína útgáfu.
Dásamlegur saltfiskur í hvítlaukstómatsósu með svörtum ólívum og bragðbættum hrísgrjónum
Fyrir sex
1,4 kg saltfiskshnakkar
4 skalottulaukar
4 msk. olía
4 msk. hvítlauksolía
1 krukka góðar svartar ólífur
2 msk. steinselja
1 dós niðursoðnir tómatar
500 ml passata-tómatar (tómatmauk)
1-2 msk. fiskikrydd frá Kryddhúsinu/Lækninum í Eldhúsinu (væntanlegt á markað)
pipar
1 bolli hrísgrjón
2 msk. möndlu- og rúsínublanda frá Krydd- og tehúsinu
Ferskt salat – frjálst val að sjálfsögðu
Aðferð:
  1. Skerið skalottulaukinn niður og steikið upp úr jómfrúarolíunni. Bætið hvítlauksolíunni saman við.
  2. Leggið svo saltfiskinn í olíuna með roðið niður og steikið í þrjár til fjórar mínútur og leggið svo í eldfast mót.
  3. Setjið næst tómatana, tómatmaukið, ólífurnar, kryddið, steinseljuna og piparinn og blandið vel saman. Sjóðið upp.
  4. Hellið tómatblöndunni yfir fiskinn og setjið í 180 gráðu heitan ofn í 20 mínútur.
  5. Á meðan fiskurinn er í ofninum, blandið þið tveimur matskeiðum af þessari ljúffengu blöndu saman við hrísgrjón og vatn. Saltið vatnið og hitið að suðu og eldið samkvæmt leiðbeiningum.
  6. Úr verða þessi dásamlegu mjúku og léttu hrísgrjón.
  7. Fiskurinn mun ilma dásamlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert