Skonsurnar hennar mömmu

Best er að steikja skonsurnar upp úr smjöri og borða …
Best er að steikja skonsurnar upp úr smjöri og borða þær heitar. Það má einngi frysta þær og hita í ofni eða ristavél. mbl.is/TM

Þessi uppskrift er upprunalega frá Döllu systur mömmu og ákaflega góð. Dúnmjúkar skonsurnar marka góðan dag hjá minni fjölskyldu en mamma bakar þær yfirleitt á afmælum og hátíðisdögum eða uppi í bústað. Mér finnst þær bestar með smjöri og osti eða eintómar beint af pönnunni með rjúkandi kaffibolla. 

2 bollar hveiti
1 bolli heilhveiti
2 msk sykur
3 tsk lyftiduft
3 hamingjusöm egg
2,5 dl mjólk 

Þurrefni eru sett í hrærivélarskál, mjólk bætt við og hrært vel saman. Að lokum fara eggin út í en varist að ofhræra því þá verða skonsurnar seigar.

mbl.is