Fjögur skref til að minnka sykurát

Ber, grískt jógúrt og granóla eruguðdómlegur eftirréttur.
Ber, grískt jógúrt og granóla eruguðdómlegur eftirréttur. mbl.is/TM

Ófáir berjast nú við að minnka stanslausa sykurlöngun eftir að hafa nánast gengið með konfektkassa í vasanum síðustu vikur. Hvort sem full smákökubox verma eldhúsbekkina eða ekki er kominn tími á að minnka sykurát. Það þýðir ekki að sætmeti þurfi að hverfa heldur er fyrsta mál á dagskrá að minnka það og borða náttúrulega sætt en láta mikið unnið og virkilega óhollar sykurbombur vera.

1. Burt með freistingarnar 
Það er erfitt að minnka sykurát ef allir skápar eru fullir af sælgæti, ís í frystinum og smákökur í öllum boxum. Þá er um að gera að fara með freistingarnar í næsta boð eða vinnuna og koma þeim út hið snarasta! 

2. Náttúrulega gómsætt 
Í staðinn fyrir ólifnaðinn sem nú hefur vonandi verið fjarlægður af heimilinu þarf eitthvað að koma. Hér skiptir sköpum að vanda valið og passa að eiga eitthvað gómsætt þegar sykurpúkinn gerir vart við sig. Hér kemur listi sem hjálpar:

Sykurlaust granóla (heimagert er best)
grískt jógúrt 
granatepli 
ferskar döðlur 
kakó 
bananar - frysta og nota í þeyting og ís 
hnetumjólk í þeyting, ís og grauta 
hnetusmjör og epli (smjörinu smurt á eplaskífur)
kókosmjöl í kókoskúlur
haframjöl í graut og kúlur

3. Sætt þarf ekki að vera dísætt
Að blanda vatni eða sódavatni við hreinan safa, fá sér bragðbætt sódavatn í stað gosdrykkja og baka döðlubrauð án viðbætts sykurs í stað þess að fara í bakaríið eru allt skref í rétta átt. Ein lengja af 70% súkkulaði en skömminni skárri en súkkulaðistykki sem telur hátt í 300 hitaeiningar. Það er líka mun erfiðara að borða yfir sig af mjög dökku súkkulaði. Ef gera á vel við sig og fá sér ís um helgina skal velja sykurlítinn hreinan rjómaís og setja jafnmikið af ferskum berjum og ís í skálina.

Krydduð súkkulaðiskál með granóla slær á sælgætisþörfina.
Krydduð súkkulaðiskál með granóla slær á sælgætisþörfina. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert