Inga fagurkeri gerir upp bari fyrir klink

Fyrir og eftir. Virkilega smart heimabar fyrir 1800 krónur, málingu …
Fyrir og eftir. Virkilega smart heimabar fyrir 1800 krónur, málingu og litla vinnu að sögn Ingu. Borðið er á hjólum og því fullkomið sem heimabar eða undir smárétti og drykki í boðum. mbl.is/aðsend

Fagurkerinn Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir er þekkt fyrir lekkeran stíl sinn og sniðugar leiðir til að endurnýta hluti. Inga eins og hún er kölluð býr í Innri-Njarðvík. Hún birti mynd af heimabar, sem hún gerði nýlega upp, á samfélagsmiðlum í gær og vakti myndin vægast sagt mikla hrifningu. 

„Borðið keypti ég í notað fyrir 1.800 krónur,“ segir Inga en slíkir heimabarir hafa verið ákaflega vinsælir síðustu mánuði en kosta þó skilding séu þeir keyptir nýir. Inga segir það ekki hafa verið mikla vinnu að gera barinn upp en hún málaði hann svartan. „Mig hafði lengi langað í heimabar og keypti einn slíkan fyrir nokkrum mánuðum í sömu verslun en stóðst ekki mátið þegar ég sá þennan,“ segir Inga en hér að neðan má sjá barinn sem hún keypti um daginn. Virkilega smart og auðvitað enn meira smart að endurnýta!

Lekkert og um leið fallegt fyrir heiminn að endurnýta. Borð …
Lekkert og um leið fallegt fyrir heiminn að endurnýta. Borð með sál! mbl.is/Aðsend
Inga segist hafa gaman af því að gera upp gamla …
Inga segist hafa gaman af því að gera upp gamla hluti með sál.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert