Notaðu hárlakk á blettina

mbl.is

Hvern hefði grunað að hárlakk væri til annars gagnlegt en að halda hárinu í skefjum? Kemur í ljós að hárlakk er til margra hluta nytsamlegt.

1. Á vínbletti

Það er árshátíð og þú sullaðir á kjólinn. Nú eru góð ráð dýr en eitt er víst að einhver nálægt þér er með hársprey! Spreyjaðu á blettinn og bíddu í nokkrar mínútur. Síðan skaltu taka sápu og eins heitt vatn og flíkin þolir og skola úr. Bletturinn ætti að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Síðan er bara að hanga undir handþurrkaranum þar til bletturinn er orðinn þurr og þú gengur út eins og ekkert hafi í skorist.

2. Rafmagnaðar flíkur

Hver kannast ekki við það þegar fötin eru svo rafmögnuð að þau límast við mann. Þá skal spreyja lærin með hárspreyi og allt verður betra. (Það má einnig taka mýkingarefni eða handáburð og nudda vel í lófana og strjúka síðan yfir flíkina. Það gerir líka gagn).

3. Pennastrik og túss

Er pennastrik á yfirborðinu sem fer ekki burt? Samkvæmt sérfræðingum Good Housekeeping virðist duga að spreyja strikið með hárlakki og láta það standa í smá stund. Síðan skal þurrka upp með eldhúspappír eða sambærilegu. Einnig er hægt að ná pennastrikum úr fatnaði með þessum hætti svo lengi sem flíkin er sett í þvott eða þvegið með sápu í kjölfarið.

4. Til að fjarlægja naglalakk
Ljótt naglalakk og enginn naglalakkseyðir? Ekki vandamál. Spreyjaðu nöglina með hárlakki og þurrkaðu burt með bómullarhnoðra.


En aldrei nota hárlakk á ...

Farða eða „meik“

Hljómar kannski furðulega miðað við upptalninguna hér að ofan en samkvæmt Good Housekeeping gerir það illt verra. Slíkir blettir nást best úr í þvottavél með hefðbundnu þvottefni en best er að stilla á prógramm sem forþvær flíkina.

Heimild: Good Housekeeping

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert