Rífðu niður kjúkling á sekúndum

Kitchenaid-vélina má nýta í hin ýmsu verk.
Kitchenaid-vélina má nýta í hin ýmsu verk. mbl.is/twotwentyone.net

Bandaríski bloggarinn Chelsea heldur úti persónulegu og virkilega gagnlegu bloggi undir nafninu twotwentyone.net. Skrif hennar eru svo persónuleg að það virðist vera ómögulegt að finna fullt nafn hjá henni en hvað um það, hún er sniðug. Chelsea sérhæfir sig meðal annars í húsráðum en þetta hér er algjör snilld. 

Chelsea notar nefnilega hræraran í hrærivélinni sinni til að rífa niður kjúklingabringur. Hún segist hafa verið farin að forðast uppskriftir með rifnum kjúklingi því hún var oft um 10-15 mínútur að rífa niður kjötið með tveimur göflum. Með því að nota hrærivélina sé hún nokkrar sekúndur að rífa niður 5 bringur í uppáhaldsrétt fjölskyldunnar. Chelsea mælir þó með að ef fólk vill stjórna áferðinni á kjötinu og stilla hversu gróft bringurnar eru rifnar niður er betra að setja 2 bringur í einu.

Chelsea notar hrærarann í hrærivélinni til að rífa niður kjúklingabringur.
Chelsea notar hrærarann í hrærivélinni til að rífa niður kjúklingabringur. mbl.is/twotwentyone.net
Chelsea byrjar með því að stilla vélina á 3-4 og …
Chelsea byrjar með því að stilla vélina á 3-4 og lætur hana ganga uns kjötið er nægilega vel rifið niður. mbl.is/twotwentyone.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert