Botnlaus mímósa vinsæl

Kanna kemur á borðið sem fyllt er á meðan á …
Kanna kemur á borðið sem fyllt er á meðan á málsverðinum stendur. Botnlaus gleði! mbl.is/

Veitingastaðurinn VOX á Hilton Reyjavík Nordica hefur lengi verið einn vinsælasti brönsstaður landsins. Það kemur ef til vill á óvart en það eru þó mestmegnis Íslendingar sem flykkjast í brönsinn um helgar. Vox tók nýverið upp á því að bjóða upp á botnlausa mímósu en það þýðir að fyrir fast gjald sést aldrei í botninn á glasinu þínu. 

Borðið getur pantað sér „botomless“ eða botnlausa mímósu og hugmyndin er sú að það sjáist aldrei í botninn á glasinu. Það kemur kanna með drykknum sem fólk deilir,“ segir Guðrún Geirsdóttir, veitingastjóri VOX og Hilton. Fyrir þá sem ekki þekkja drykkinn er mímósa frægasti morgunverðarkokteill í heimi, appelsínusafi og freyðivín til helminga. 

Guðrún segir að opið sé frá 11:30 til 14 í bröns og yfirleitt sé tvísetið í salnum. „Það er miðað við þann tíma sem fólk situr sem er yfirleitt um 90 mínútur. Tilboðið hefur mælst vel fyrir en það byrjaði í nóvember og við höfum ekkert verið að auglýsa þetta.  Verðið er 2.790 krónur fyrir mímósuna á mann og það verða allir við borðið að panta sér.“

Guðrún segir uppátækið njóta vaxandi vinsælda.
Guðrún segir uppátækið njóta vaxandi vinsælda. mbl/aðsend
Brönsinn á VOX er í hlaðborðsformi og er að finna …
Brönsinn á VOX er í hlaðborðsformi og er að finna bæði forrétti, aðalrétti og eftirrétti. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert