Búið að þróa lauk sem veldur ekki gráti

mbl.is/Sunions

Nú geta grenjuskjóður glaðst því líkur eru að þær muni skæla töluvert minna í framtíðinni en verið hefur. Og hver skyldi ástæðan vera?

Jú, búið er að þróa nýtt afbrigði af lauk sem kallast sunion og er sagður boða lífsstílsbyltingu fyrir grenjuskjóður þar sem hann veldur ekki óstjórnlegum og sársaukafullum gráti.

Ekki er um erfðabreytta vöru að ræða heldur tók yfir 30 ár að þróa afbrigðið.

Fyrirtækið sem stendur að grátlausa lauknum heitir Bayer og fullyrða sérfræðingar þess að laukurinn sé jafnframt sætari sem geri það að verkum að hann bragðist vel hrár.

Ekki er vitað hvenær laukurinn kemur á markað hér á landi en við bíðum spennt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert