Skilaði jólatrénu eftir jól því það drapst

Hér má sjá konuna skila trénu.
Hér má sjá konuna skila trénu. mbl.is/Scott Bentley/Facebook

Kona nokkur mætti í Costco hinn 4. janúar með jólatré með í för. Tréð hafði konan keypt fyrir jólin en hún vildi skila því þar sem það var steindautt.

Að sögn vitna sem birtu fregnir af atvikinu á samfélagsmiðlum, hefðu þeir ekki trúað þessu ef þau hefðu ekki séð það með eigin augum.

Cosco býður upp á sveigjanlegar skilareglur og var konan á því að hún hefði keypt köttinn í sekknum. Eftir mikið þref fékk konan endurgreitt en ativkið átti sér stað í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum.

Að sögn vitna var atvikið allt hið furðulegasta og ljóst að verslanir þurfa að uppfæra skilaréttarreglur fyrir næstu jól.

Heimild: Time

mbl.is