Ostabomba yfirkokksins á Grillinu

Kookur - Grillið
Kookur - Grillið Kristinn Magnúsosn,Kristinn Magnússon

Það er enginn annar en Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, yfirkokkur á Grillinu, sem sér um Fimm eða færri þessa vikuna. Hrafnkell Sigríðarson, yfirkokkur á MAT BAR, skoraði á hann.

Hér gefur að líta dálítið flippaðan rétt sem á eftir að æra gestina í næstu samkomu en sjálfur segir Sigurður Kristinn að þetta sé „pínulítið öðruvísi útfærsla á hvítmygluosti sem allir ættu að ráða við og slær vonandi í gegn í ostapartíum landsins“. Við efumst eigi og spáum því að þessi uppskrift verði vinsæl í saumaklúbbum landsins.

Sigurður Kristinn skorar á Þráin Frey Viktorsson, yfirkokk og eiganda SUMAC, og það verður spennandi að sjá hvað hann reiðir fram.

Steiktur hvítmygluostur og hunang
  • 1 stk hvítmygluostur að eigin vali (ég notaði camembert)
  • 1 msk hunang
  • meðlæti að eigin vali svo sem sulta, steikt brauð, hnetur, fræ

Aðferð:

  1. Nokkuð mikilvægt er að vera með góða teflonpönnu og reynið að velja ost sem er mjúkur frekar en harður.
  2. Neðsta lagið á ostinum er skorið þunnt af, pannan er hituð vel og hliðin sem skorið var af leggst á pönnuna.
  3. Osturinn byrjar að bráðna yfir pönnuna og eftir 1-3 mín. myndast stökk skorpa. Takið ostinn af með spaða og setjið á disk. Útkoman á að vera gott kröst á ostinum og mjúkur botn (eins og sést á mynd).
  4. Notaðu það meðlæti sem þú vilt, t.d. steikt súrdeigsbrauð, rabarbara- eða rifsberjasultuna frá seinasta sumri eða hvað sem kemur upp í hugann. Við á Grillinu berum þennan rétt fram með íslensku hunangi og trufflu-croissant og rífum síðan ferskar trufflur frá Ítalíu yfir ostinn.
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, yfirkokkur á Grillinu.
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, yfirkokkur á Grillinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert