Sjúkleg sniðugheit sem kosta ekki krónu

mbl.is/Peter Callahan

Þeir sem eru svo heppnir að hafa aðgang að snjó geta heldur betur slegið um sig í næstu veislu en hér gefur að líta forláta staup úr snjóboltum sem við rákumst á.

Til að toppa herlegheitin er hér um að ræða Reyka-vodka en allir vita að hann er íslenskur og því erum við að slá öll met hérna.

Aðferðin er einföld. Þú hnoðar snjóbolta utan um staup. Frystir hann. Tekur staupið út þegar allt er orðið gaddfreðið og fínt. Hellir drykknum í gatið og stingur röri í.

Það gefur augaleið að hér þarf ekki að nota áfengi heldur er þetta bráðsniðugt byrir börn!

Það er ljósmyndarinn og matreiðslumaðurinn Peter Callahan sem á heiðurinn af þessari snilld.

mbl.is/Peter Callahan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert