Heimsfrægur kokkur hannar grill

Virkilega smart ferðagrill.
Virkilega smart ferðagrill. mbl.is/Heston

Bóndadagurinn er 19. janúar svo ekki er seinna vænna að huga að sniðugum gjöfum til að gleðja bóndann. Við á Matarvefnum hugsum með maganum líkt og áður og munum á næstu dögum deila með ykkur hugmyndum að bragðgóðum gjöfum. Hér gefur að líta eitt fallegasta ferðagrill sem við höfum rekist á.

Hin fullkomna bóndadagsgjöf? Kúnígúnd, 23.995 kr.
Hin fullkomna bóndadagsgjöf? Kúnígúnd, 23.995 kr.

Meistarakokkurinn Heston Blumenthal er mörgum matarunnandanum kunnur. Blumenthal er eigandi tveggja Michelin-staða í Bretlandi en annar þeirra er eini handhafi þriggja Michelin-stjarna í Bretlandi. Þar að auki er Blumenthal reglulegur gestur í sjónvarpsþáttum og þykir mjög vísindalegur í nálgun sinni á matargerð. Það er því ekki að undra að hann hafi viljað hanna sín eigin grill. 

Grillin kallast Evedure og hafa vakið athygli og eru eftirsótt víða um heim og koma í nokkrum útfærslum bæði stór og lítil. Þar sem nú er hávetur erum við á Matarvefnum aðallega spennt fyrir CUBE-grillinu sem er ferðaútgáfan af grillinu. Spurning hvort það sé málið að eiga eitt slíkt og smella því á svalirnar eða útidyratröppurnar milli storma og grilla sig í gegnum veturinn?

Grillin eru gerð úr léttu en endingargóðu stáli, emeleruð og með krómuðum handföngum sem haldast köld á meðan grillið er heitt. Lokið á grillinu er síðan samansett úr djúpum bakka þar sem má geyma hráefni, diska eða hnífapör og toppurinn er bambusbretti sem má einnig nota sem skurðarbretti. Kolabakkann má síðan auðveldlega fjarlægja úr grillinu til þess að auðvelda þrif. Með krómhandföngum sem haldast köld á meðan grillið er í notkun og hitaheldum botni. Grillin fást hérlendis hjá Kúnígúnd í ferðaútgáfu en þau stærri fást enn sem komið er aðeins erlendis.

Smart
Smart mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert