Alls ekki affrysta kjöt í örbylgjuofni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Flestir eru sammála um að fljótlegasta leiðin til að affrysta kjöt (og flest annað) sé í örbylgjuofninum. Flestir örbylgjuofnar eru meira að segja með sérstillingu fyrir þíðingu en í þættinum Inside the Factory sem sýndur er á BBC segir prófessor Costas Stathopolous að ávallt skuli affrysta mat í ísskáp ellegar þú eigir á hættu að maturinn innihaldi hættulega mikið af bakteríum.

Að sögn Stathopolous er örbylgjuofninn alls ekki æskilegur kostur. Best og öruggast sé að þíða frosinn mat í kæli þar sem kuldinn dragi úr fjölgun baktería.

Til að sanna mál sitt mætti prófessorinn með tvö sýni sem tekin voru úr kalkúnakjöti. Annað var úr kalkún sem hafði verið affrystur í ísskáp en hinn kalkúnninn hafði verið látinn þiðna við stofuhita.
Það sýni innihélt helmingi fleiri bakteríur en sýnið úr kæliskáps-kalkúninum en að sögn prófessorsins fjölga bakteríur sér meðan maturinn þiðnar og því ber alltaf að gæta fyllsta öryggis og hreinlætis.

En það voru einnig góðar fréttir. Prófessor Stathopolous greindi frá því að það væri í lagi að endurfrysta eldaðan mat sem áður hefði verið frosið hráefni ...

Og þar höfum við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert