Ein frægasta eldhúshetja heims tók ísskápinn í gegn

Rae Drummond.
Rae Drummond. mbl.is/The Kitchn

Þetta gæti mögulega verið með verri fyrirsögnum sem hér hefur verið skrifuð en sýnið þolinmæði. Hér erum við að tala um ísskápatiltekt sem er fyrirbæri sem flestir hafa áhuga á.

Eldhúshetjan heitir Rae Drummond og er þekkt um heim allan sem The Pioneer Woman. Rae byrjaði að halda úti samnefndu bloggi fyrir margt löngu sem fjallaði um líf hennar í eldhúsinu á búgarði. Sjálf er hún borgarstúlka sem varð ástfangin af kúreka sem almennt gengur undir nafninu Marlboro Man.

Bloggið fjallaði um lífið á búgarðinum, eldamennsku og uppeldi barnanna sem gengu ekki í hefðbundinn skóla. Bloggið sló í gegn svo um munar enda er Rae sérlega skemmtilegur penni sem dregur ekkert undan. Í dag er hún með milljónir fylgjenda, sína eigin sjónvarpsþætti, eldhúslínur auk þess að hafa gefið út fjöldann allan af metsölubókum.

Ameríka elskar Rae Drummond og ég líka. Hún birti á Instagram myndir af tiltekt í ísskápnum sínum; fyrir- og eftirmyndir sem hún segir sjálf að séu ekkert meiri háttar afrek heldur bara almenn tiltekt í stóru eldhúsið þar sem alltaf er nóg um að vera.

Hún segist hafa haft þrjár reglur til grundvallar:

  1. Hún raðaði hráefnum saman eftir gerð; líkt var haft með líku.
  2. Hún bætti við fjöldanum öllum af ílátum.
  3. Hún tók allt út úr ísskápnum áður en tiltekin hófst.

Það er ekki betur að sjá en að tiltektin hafi heppnast bráðvel og við birtum hér myndirnar.

Svona leit ísskápurinn út áður en tiltektin hófst.
Svona leit ísskápurinn út áður en tiltektin hófst. mbl.is/Instagram
Hér má sjá ísskápinn eftir tiltektina. Glæsilega gert!
Hér má sjá ísskápinn eftir tiltektina. Glæsilega gert! mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert