Jónmundur á Apótekinu vann keppnina

Jónmundur hristir hér fram sigurdrykkinn.
Jónmundur hristir hér fram sigurdrykkinn. mbl.is/

Á milli jóla og nýárs komu saman nokkrir af bestu barþjónum landsins og kepptu sín á milli í Monkey Shoulder-kokteilkeppni.

Áhersla var lögð á frumleika og það stóð svo sannarlega ekki í þátttakendum þar sem margir ótrúlega skemmtilegir drykkir litu dagsins ljós þetta kvöld.

Jónmundur á Apótek Kitchen and Bar var sigurvegari kvöldsinns og hlýtur að launum ferð á Camp Monkey á næsta ári. Camp Monkey eru vinnu- og þjálfunarbúðir þar sem 40-50 barþjónar hvaðanæva koma saman einhvers staðar í Evrópu í þrjá daga. Boðið er upp á fyrirlestra, work shop, að leika sér með öðrum á barnum og bara almenna gleði og ánægju.

Verðlaun fyrir frumlegasta drykkinn fékk Daníel Kavanagh á Sushi Social.

Hér er sigurdrykkurinn hans Jónmundar:

Stranger tides


  • 1 1/2 oz Monkey shoulder

  • 1 1/4 oz Amaro Averna

  • 3/4 oz lime

Hristur og borinn fram á klaka í viskíglasi.

Jónmundur tekur hér við verðlaununum frá Einari Snorra Magnússyni, sölu- …
Jónmundur tekur hér við verðlaununum frá Einari Snorra Magnússyni, sölu- og markaðsstjóra Vífilfells. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert