80´s eldhús drauma minna

Þetta eldhús er rosalegt.
Þetta eldhús er rosalegt. mbl.is/

Þetta eldhús er svo stórkostlegt að okkur skortir eiginlega orð til að lýsa því. Í raun er það ekkert svo fjarri lagi þar sem fátt er heitara en frumskógarþemað þessi dægrin en hér er áttundi áratugurinn með öllu sínu kraðaki upp á sitt besta.

Eldhúsið er að finna í bókinni The Los Angeles Times Home Book og vonandi er það einhvers staðar til enn þá  í höndum einhvers sem kann að meta þessa gargandi snilld.

Við látum fylgja með nokkrar gullperlur frá sama tímabili en ljóst er að naumhyggjan átti ekki upp á pallborðið á þessum tíma.

Þessar flísar eru svakalegar.
Þessar flísar eru svakalegar. mbl.is
Takið eftir loftinu í þessu eldhúsi. Ef þetta er ekki ...
Takið eftir loftinu í þessu eldhúsi. Ef þetta er ekki töff þá veit ég ekki hvað. mbl.is/
Hér blómstrar áttundi áratugurinn. Skrautgler í loftljósinu. Skálagður viður í ...
Hér blómstrar áttundi áratugurinn. Skrautgler í loftljósinu. Skálagður viður í skápahurðunum. Klassík! mbl.is/
Hér sjáum við aftur skálagða viðinn sem var afspyrnu vinæll ...
Hér sjáum við aftur skálagða viðinn sem var afspyrnu vinæll á þessu tímabili og kemur fljótlega í tísku aftur. Plöntur voru líka heitar. mbl.is/
Þessi loftljós eru sjúklega flott en veit ekki með restina.
Þessi loftljós eru sjúklega flott en veit ekki með restina. mbl.is/
Klassíkt og nett. Nokkur gul blóm að sjálfsögðu.
Klassíkt og nett. Nokkur gul blóm að sjálfsögðu. mbl.is/
mbl.is