Át servíettuna og varð æf af reiði

Steinn með servíettu?
Steinn með servíettu? mbl.is/Tracy-Ann Oberman/Instagram

Breska leikkonan Tracy-Ann Oberman var ekki parhrifin eftir ferð sína á veitingastað spænska matreiðslumeistarans Martin Berasategui en á Instagram-síðu hennar má sjá útreiðina berum augum. Maturinn þótti tilgerðarlegur, kjánalega borinn fram og þar fram eftir götunum. Reyndar er þessi útreið frekar kómísk ef út í það er farið því auðvitað sýnist sitt hverjum um framsetningu matar.

Steininn tók þó úr þegar borinn var fram steinn sem búið var að hola og setja eitthvað í. Reyndist þetta vera servíettan (svona blaut týpa eins og fást oft á fínni veitingastöðum) og beit kærasti Oberman í hana og taldi hana vera einn af réttunum.

Þess má geta í beinu framhaldi að þetta er reyndar mjög algengt hjá matargestum. Sjálf var ég einhverntíman á Fiskmarkaðinum og við hlið mér sat par sem var greinilega á sínu fyrsta stefnumóti. Ekki vildi betur til en svo að herrann beit í sérvíettuna og fór svo hjá sér að stefnumótið náði sér ekki á strik eftir þessa brotlendingu.

Spurning hvort veitingarmenn hætti að gera ráð fyrir að fólk viti hvað er servíetta og hvað ekki - sérsteklega þegar það er að snæða flókinn fjölrétta seðil þar sem frumleikinn er í fyrirrúmi.

Pæling...

Martin Berasategui

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert