Eyjamenn senda höfuðborgarbúum drykkjarföng

Bruggverksmiðjan The Brothers Brewery sendir í fyrsta skipti frá sér ...
Bruggverksmiðjan The Brothers Brewery sendir í fyrsta skipti frá sér bjór í flöskum í vínbúðir á meginlandinu. mbl.is/Aðsend

Matarvefnum barst fréttatilkynning frá Bruggverksmiðjunni The Brothers Brewery sem vill meina að bjór geti komið í stað vatns á þessum erfiðu tímum þegar mengun hefur gert vart við sig í vatnsbúi höfuðborgarinnar.

„Í ljósi frétta af fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatni höfuðborgarsvæðisins hefur brugghúsið The Brothers Brewery ákveðið að bregðast við og senda drykkjarföng á höfuðborgarsvæðið. Telja eigendur The Brothers Brewery að með þessu séu þeir að létta undir með höfuðborgarbúum enda með öllu ótækt að sjóða þurfi drykkjarvöru þeirra á meðan þetta ásand gengur yfir,“ segir í tilkynningunni.

„Á bóndadaginn sem er næstkomandi föstudag hefst sala á þorrabjórum í Vínbúðunum og er 23.01.73 fyrsti bjór The Brothers Brewery sem kemur í sölu í Vínbúðunum. The Brothers Brewery hefur haft framleiðsluleyfi í um tvö ár og hingað til eingöngu þjónað Eyjamönnum og örfáum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu hingað til. Nafnið á bjórnum kemur til af upphafi eldgossins á Heimey 23. janúar 1973 en í næstu viku eru 45 ár liðin frá upphafi eldgossins. Með þessu nafni vilja eigendur The Brothers Brewery tileinka bjórinn öllum þeim Eyjamönnum sem fluttu til Eyja aftur eftir gos og byggðu upp það samfélag sem Vestmannaeyjar er í dag. 23.01.73 er dökkur bjór með skírskotun í öskuna sem fyllti bæinn á meðan á eldgosinu stóð,“ segir enn fremur í tilkynningunni.23.01.73 er dökkur bjór með skírskotun í öskuna sem fyllti ...
23.01.73 er dökkur bjór með skírskotun í öskuna sem fyllti bæinn á meðan á eldgosinu stóð. mbl.is/Aðsend
mbl.is