Olís breytir nafni vegna misskilnings

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Reginmisskilningur átti sér stað á dögunum þegar kona að nafni Bryndís Steinunn hugðist gera vel við sig á Olís. Hún var jafnframt að taka þátt í veganúar (dýraafurðalaus janúar) og gladdist því þegar hún sá vegan-borgara til sölu. Hún fékk sér slíkan og var hæst ánægð með borgarann. Svo mjög að hún sá ástæðu til að deila ánægjunni inni á Faceboo- hópnum Vegan-Ísland en þar voru menn fljótir að átta sig á að hún hafði ekki borðað vegan borgara heldur vega borgara.

Þetta olli skiljanlega miklum usla og sjálf hafði Bryndís Steinunn húmor fyrir uppákomunni. Reyndar undrast hún athyglina sem þetta mál hefur fengið en þessa dagana rignir yfir hana boðum um að koma og gæða sér á vegan-mat.

Nú hefur Olís hins vegar brugðið á það ráð að breyta nafninu á vega borgara í vegan borgara sem mun að sjálfsögðu standa undir nafni. Bryndísi Steinunni verður boðið að bragða á fyrsta borgaranum og er sannarlega hægt að segja að allt sé gott sem endi vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert