Mögnuð þunnbotnapítsa á mínútum

Þessar elskur hurfu á mettíma!
Þessar elskur hurfu á mettíma! mbl.is7TM

Hver elskar ekki pítsu? Margir myndu helst vilja panta sér rjúkandi flatböku marga daga í viku en það er kannski ekki vænlegt fyrir veskið eða kroppinn.

Við fjölskyldan höfum fundið ágætis lausn á pítsuást heimilisfólksins og erum vikulega með tortillapítsur sem allir elska og tekur stutta stund. Áleggjum er raðað í skálar og allir setja á sína pítsu jafnvel 3 ára skottið sem raðar grænmeti á af mikilli natni á sína böku gegn því að hún fái líka ananas.

Við köllum þetta svindl-pítsur því þær eru lausar við mikið brauðmeti og taka minni tíma en hefðbundnar pítsur og kosta lítið þar sem afgangar fá gjarnan að fljóta með sem álegg. Til dæmsi frystum við ostaafganga og röspum svo yfir pítsurnar. 

Svindlpítsur sem allir elska 

Tortillakökur - ég nota yfirleitt súrdeigskökur sem fást víða 
Pítsusósa keypt eða heimagerð (ath keypt sósa getur innihaldið mikinn sykur - lesið utan á flöskuna)

Hugmyndir að áleggi:
Rifinn ostur 
Rjómaostur 
Ananas 
Sveppir
Spergilkál 
Spínat 
Rauðlaukur 
Paprika
Hráskinka 
Pizzakrydd 
Nokkrar salthnetur eða furuhnetur 

- ath hér má einnig vel nota afganga frá kvöldinu áður af kjúkling, grænmeti eða bolognes sem dæmi.

Heimagerð sósa :
1/2 dós hakkaðir tómatar 
3 msk tómatpúrra 
1/2 tsk hunang 
1 msk pizzakrydd 
Salt á hnífsoddi 

Setjið sósu á botninn og raðið því áleggi á sem ykkur langar í. Toppið með osti og pítakryddi og bakið á blæstri og undirhita á 180 gráðum í 10-15 mínútur eftir hversu mikið álegg er á pítsunni. Við setjum svo yfirleitt salat ofan á pítsuna þegar hún kemur úr ofninum og smá hvítlauks eða sítrónuolíu. Afgangs pítsur eru svo fullkomið nesti! 

Salthnetur eru ljúffeng leið til að hressa við pítsur.
Salthnetur eru ljúffeng leið til að hressa við pítsur. mbl.is/TM
Tortillapítsur eru fullkomin leið til að nýta einmanna grænmeti og …
Tortillapítsur eru fullkomin leið til að nýta einmanna grænmeti og hráefni úr ísskápnum. Þær tortillakökur sem ekki eru nýttar má svo vel frysta til næsta pítsupartýs. Mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert