Karrýkjúklingurinn hennar Auðar

Auður er mikil áhugakona um kryddjurtaræktun og hefur gefið út …
Auður er mikil áhugakona um kryddjurtaræktun og hefur gefið út bók þess efnis. mbl.is/aðsend

Auður Rafnsdóttir er mikil áhugakona um kryddjurtaræktun en hún gaf út bók­ina Kryd­d­jurta­rækt fyr­ir byrj­end­ur árið 2016 sem var ákaf­lega vin­sæl auk þess sem hún hef­ur verið með þætti á Hring­braut.

Þessi kjúklingaréttur sem Auður deilir með okkur hér er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Uppskriftin er það góð að ég fæ sterka löngun í réttinn með jöfnu millibili, rétturinn er í algjöru uppáhaldi hjá börnum og barnabörnum. Réttinn er mjög gaman og einfalt að útbúa, sérlega fallegur réttur á matarborði.“

Kjúklingur: Fylltur með 1 niðurskorinni sítrónu, kryddaður með kryddjurtaolíu, kryddjurtasalti og pipar.

Bakaður heill í ofni. Tíminn er mismunandi eftir stærð en 1,5 kílóa fugl með fyllingu þarf hátt í 1,5 klst. á 170 gráðum. Sjá nánar hér

Rífið kjúklinginn niður og berið fram ásamt meðlætinu.

Karrýsósa:
Byrjið á að útbúa soð, 4 gulrætur, 1 laukur, 2 stilkar sellerí, 3 hvítlauksgeirar, kjúklingakraftur, 4 lárviðarlauf, allt niðurskorið og soðið vel niður í 1-2 tíma, grænmeti og kryddjurtir síað frá soðinu.

5 dl soð
2 dl rjómi
1 pk. karrýsósa (notað sem þykkni)
Safi úr stórri dós af ananasbitum
Allt þetta er látið malla saman og suðan látin koma upp.

Þá bragðbætt með: 
2 msk. mangó chutney
2 msk. rjómaostur
2 msk. smjör
3 msk. gott karrý

- alveg í lokin sett út í sósuna: hnífsoddur cayenne-pipar, smá sykur og safi úr 1/2 sítrónu.

Borið fram með:

Hrísgrjónum, soðnum með karrýblöndu frá Krydd- & tehúsinu og heitu nanbrauði með hvítlaukssmjöri.

Meðlæti/toppings – algjört skilyrði:

Ananasbitar, bananabitar, rúsínur, salthnetur, kókosmjöl og mangó chutney.

Auður segir uppskriftina vera tilvalda í að taka sér góðan …
Auður segir uppskriftina vera tilvalda í að taka sér góðan tíma til að borða saman því hver og einn velji sitt meðlæti. mbl.is/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert