Ný sous vide-vörulína á markað

Viktor Örn Andrésson.
Viktor Örn Andrésson. mbl.is/Karl Peterson

Komin er á markað ný vörulína frá Kjötbankanum sem þróuð er í samstarfi við Viktor Örn Andrésson sem sendi frá sér Stóru bókina um sous vide fyrir jólin.

Í fréttatilkynningu segir að vörulínan sé nýjung hér á landi í sous vide-eldamennsku en um er að ræða tilbúið kjöt sem búið er að marinera.

Kjötið á að setja beint í Sous vide-tækið (ekki þarf að umpakka því) og fylgja allar leiðbeiningar með.

Þegar er búið að setja á markað lambaprime og nú í vikunni verður nauta-rib eye sett á markað í tilefni bóndadagsins.

Þessar vörur henta vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sous vide-eldamennsku sem og lengra koma.

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is