250 sóttu um starf einkaþjóna í Bláa Lóninu

Veitingahúsið Moss er staðsett á nýja hótelinu. Öllu er til …
Veitingahúsið Moss er staðsett á nýja hótelinu. Öllu er til tjaldað enda hótelið það eina 5 stjörnu hérlendis. mbl.is/retreat.bluelagoon.com/

Þjálfun 12 svokallaðra gestgjafa, sem ráðnir voru úr hópi 250 umsækjenda, í nýtt fimm stjörnu lúxushótel Bláa lónsins, er hafin undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Einkaþjónarnir eða gestgjafarnir eins og þeir kallast á hótelinu eiga að tryggja að viðskiptavinirnir njóti dvalarinnar og verða tengiliðir þeirra við hótelið sjálft. Már Másson, markaðs- og mannauðsstjóri Bláa lónsins, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að gestgjafarnir séu lykilaðilar í samskiptum hótelsins við gestinn. „Sem slíkur hefur gestgjafinn samband við gestina áður en þeir koma á hótelið og undirbýr komu þeirra. Í þessu felst m.a. að kanna hverjar óskir og þarfir gestanna eru, svo allt sé undirbúið þegar þeir mæta,“ segir Már. Hann bætir við að gestgjafinn taki svo á móti gestunum þegar þeir koma, sýni þeim það sem í boði er á hótelinu, bjóði upp á hressingu og tryggi að allt sé í samræmi við óskir og þarfir þeirra. „Hann sér svo um gestina þann tíma sem þeir dvelja hjá okkur.“

Smáatriðin skipta máli

Meðal þess sem gestgjafinn mun gera, óski gestur eftir því, er að aðstoða gestina við að skipuleggja daginn. Í því getur falist að bóka gestina í nudd og slökun í nýrri heilsulind og lóni við hótelið, panta borð á nýjum hágæða veitingastað, Moss Restaurant, sem er á hótelinu eða skipuleggja dagsferðir út fyrir svæðið. „Gestgjafinn er í daglegum samskiptum við þá og markmiðið er að þeim líði sem best á meðan á dvöl þeirra stendur.“

Már segir að við þjálfun starfsmannanna sé bæði notast við þjálfunar- og fræðsluáætlun Bláa lónsins, og innlenda og erlenda ráðgjafa sem sérhæfa sig í þjónustu á lúxushótelum. Gestgjafarnir eru af báðum kynjum og eru 25 ára eða eldri. „Við gerum kröfu um framúrskarandi samskiptahæfni, og faglega framkomu. Hér skiptir máli að hafa auga fyrir smáatriðum.“

Bláa lónið mun innan skamms bjóða upp á lúxsus gistingu.
Bláa lónið mun innan skamms bjóða upp á lúxsus gistingu. mbl.is/
Bláa lónið er ekki amalegt útsýni.
Bláa lónið er ekki amalegt útsýni. mbl.is/
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert