Barnvænn grænmetisréttur

Börnin elska þennan rétt.
Börnin elska þennan rétt. mbl.is/Eldhússystur

Eldhússystirin Kristín Snorradóttir gefur þessa uppskrift að ódýrum, góðum og barnvænum grænmetisrétti en hún er með matarbloggið eldhussystur.com ásamt systur sinni eins og nafnið gefur til kynna.

Takópæ

Bökubotn

  • 3 dl hveiti
  • 125 g kalt smjör, í bitum
  • 2-3 msk kalt vatn

Fylling

  • 1,5 dl rauðar linsur (puylinsur eða belugalinsur ganga einnig)
  • 1,5 poki takókrydd (eða 1 poki og grænmetisteningur)
  • 1 gulur laukur
  • 1 lítil dós maís
  • 1 dl tómatar í dós
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl mjólk
  • 3 egg
  • svartur pipar
  • 3 dl rifinn ostur, t.d. cheddar.

Aðferð:

  1. Setjið hveiti og smjör í matvinnsluvél. Vinnið þar til orðið að mylsnu. Bætið vatni út í þar til mulningurinn er orðinn að deigi. Setjið í bökuform og þrýstið deiginu út í formið. Kælið í ca 30 mín.
  2. Setjið ofninn á 200°C.
  3. Sjóðið baunirnar í vatni í 20 mínútur (eða skv. leiðbeiningum á pakkningum).
  4. Skerið laukinn smátt. Hitið olíu á pönnu. Brúnið laukinn. Stráið takókryddinu yfir og jafnvel örlítilli olíu í viðbót til að leyfa kryddinu að malla aðeins á pönnunni. Bætið baunum, maís og tómötum út í og hrærið.
  5. Þeytið sama sýrðum rjóma, mjólk, eggjum og svörtum pipar í skál. Setjið linsuhræruna út í og hrærið vel.
  6. Bakið bökudeigið í 10 mínútur. Setjið fyllinguna út í skelina að því loknu og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ca 30 mín eða þar til fyllingin er orðin föst.
  7. Hún bar bökuna fram með salati, sósu (gerð úr takósósu og sýrðum rjóma) og flögum.
Hver getur staðist svona dásemd?
Hver getur staðist svona dásemd? mbl.is/Eldhússystur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert