Er skrifborðið skítugra en klósettskál?

Klósett eru mun hreinni en skrifborð.
Klósett eru mun hreinni en skrifborð. mbl.is/Duravit

Það kannast flestir við fullyrðingar á borð við að skrifborð séu skítugri en klósettskál og maður spyr sig. Er þetta satt eða logið? Og hér höfum við svarið.

Samkvæmt Fitness Magazine (bíblíu Matarvefjarins þessa dagana) er það hárrétt fullyrðing. Vitnað er í sérfræðinginn Chuck Gerba, sem er prófessor í örverufræði við háskólann í Arizona, sem staðhæfir að meðalskrifborðið sé með 400 sinnum fleiri örverur en hefðbundin klósettskál. Segir hann ástæðuna vera þá að fólk þrífi skrifborðin allt of sjaldan. Hins vegar séu flestar örverurnar saklausar en í nýlegri rannsókn komst Gerba þó að því að flensuvírusar leynist oft á skrifborðum og öðrum flötum og geti lifað í allt að tvo til þrjá daga. Það er því mikilvægt að þrífa yfirborðið vel og hafið í huga í komandi flensutíð að hreinlæti skiptir höfuðmáli. Þvoðu hendurnar oft, notaðu handspritt og ekki vera mikið að snerta á þér andlitið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert