Fyrsti Blackbox-pizzastaðurinn opnar

Black box pizza skartar listaverkum eftir Jón Sæmund Auðarson.
Black box pizza skartar listaverkum eftir Jón Sæmund Auðarson. Mbl.is/ Kristinn Magnússon

Í gær opnaði pizzastaðurinn Blackbox í Borgartúni í Reykjavík en hann býður upp á nýja upplifun í pizzum hér á landi. Staðurinn er hinn glæsilegasti en þar er einnig hægt að njóta drykkja í svölu umhverfi. 

„Blackbox er ný upplifun í pizzum hér á landi og fyrsti Blackbox-staðurinn opnaði í Borgartúni í gær,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem á staðinn ásamt Jóhanni Friðrik Haraldssyni og Karli Viggó Vigfússyni. „Staðurinn virkar þannig að þú velur af matseðli, breytir matseðli eða velur áleggin ofan á pizzuna úr borðinu fyrir framan þig og hún fer svo inn í einstakan ofninn sem eldbakar hana á aðeins tveimur mínútum.“

Rekstrarstjóri Blackbox pizza, Binni Löve.
Rekstrarstjóri Blackbox pizza, Binni Löve. Mbl.is/ Kristinn Magnússon

Að sögn Jóns Gunnars er Blackbox í anda staða sem ferðalangar þekkja frá Bandaríkjunum eins og Blaze Pizza, MOD, Pizza Rev, Pizzeria Locale og fleiri en staðir sem þessi hafa opnað víða og verið gríðarlega vinsælir frá því þessi tegund pizzastaða opnaði árið 2012 vestanhafs. 

Myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur Auðarson skreytti veggi staðarins með málverkum af öndum sem að sögn Jóns Gunnars vaka yfir staðnum. 

Einnig er hægt að sækja happy hour á Blackbox.
Einnig er hægt að sækja happy hour á Blackbox. Mbl.is/ Kristinn Magnússon

„Blackbox er svo miklu, miklu meira en bara geggjaðar pizzur. Blackbox er fjölskylda, vinir, gaman, gleði, bros, njóta, drykkir og dans. Það á nefnilega að vera skemmtilegt að borða pizzu.“

Staðurinn einkennist af smekklegri hönnun.
Staðurinn einkennist af smekklegri hönnun. Mbl.is/ Kristinn Magnússon
Mbl.is/ Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert