Þráinn á Sumac tekur áskoruninni

Einfalt og fáránlega gott.
Einfalt og fáránlega gott. Árni Sæberg

Þráinn Freyr Vigfússon er einn af betri matreiðslumönnum landsins en hann stendur vaktina á hinum rómaða veitingastað Sumac sem opnaði í fyrra. Hann skoraðist ekki undan þegar Sigurður Kristinn Laufdal skoraði á hann í Fimm eða færri áskoruninni en þar skora matreiðslumenn hver á annan og markmiðið er að útbúa rétt sem hefur fimm hráefni eða færri.

Við urðum sammála um það að krydd telst ekki með eins og kóríanderið hér að neðan en hér gefur að líta sköpunarverk meistara Þráins sem er sérlega auðvelt eins og reglur gera ráð fyrir en án þess þó að gefa millimetra eftir í bragðgæðum og frumleika. Þráinn skorar á Sigurð Ágústsson á Silfra Restaurant til að koma með næsta rétt og það verður spennandi að sjá hvað hann gerir.

En hér er meistaraverk Þráins fyrir Fimm eða færri. Njótið vel!

<span><b>Falafel </b></span>
  • 500 gr. kjúklingbaunir
  • 1 stk grilluð paprika
  • 3 stk. bakaðir hvítlauksgeirar
  • 1 stk. laukur
  • 25 gr. koriander
  • 100 gr. Maizena
  • salt, svartur pipar, cumen
<span>Aðferð: Laukurinn er svitaður í potti, svo er kjúklingabaunir, paprika, hvítlaukur, laukur og</span> <span>koriander sett í matvinnsluvél og unnið saman. Þá er þetta smakkað til með</span> <span>salti, pipar og kúmen og svo þykkt með maizena. Kælið á bakka og frystið.</span> <span>Djúpsteikt á 180°C í 3-4 mín. eða þar til heitt í miðju. </span> <span> </span> <strong>Kryddjurtajógúrtsósa</strong>
  • 200 gr. grísk jógúrt
  • 50 gr. dill
  • 30 gr. mynta
  • Salt, lime-safi
<span>Aðferð: Jógúrtið, dillið og myntan er unnið saman í blender þar til sósan hefur fengið</span> <span>fallega grænan lit, því næst er hún krydduð til með salti og lime-safa.</span>
Veisla í boði Þráins.
Veisla í boði Þráins. Árni Sæberg
Þráinn Freyr Vigfússon, yfirkokkur á Sumac.
Þráinn Freyr Vigfússon, yfirkokkur á Sumac. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert