Flensuvarnir sem flestir klikka á

mbl.is/Thinkstockphotos

Nú þegar flensutíðin er að ná hámarki er gott að fara yfir nokkur atriði sem ber að hafa í huga til að lágmarka smithættu. Flest vitum við hvað ber að varast og hvað ber að gera en svo eru það litlu atriðin sem oft vilja gleymast.

Mundu að þvo þumalinn. Handþvottur er gríðarlega mikilvæg sóttvörn en margir gleyma að þvo þumalinn. Eðli málsins samkvæmt eykur það smithættu þannig að passaðu vel upp á þetta atriði.

Ekki gleyma höldunum. Flestir eru duglegir að þrífa og með tuskuna á lofti. En það er ekki nóg að þrífa yfirborð og hurðarhúna. Höldur á skápum og skúffum gleymast ansi oft og þar geta bakteríur verið.

Seturðu töskuna á gólfið? Ekki gera það. Gólf er gróðrarstía fyrir bakteríur og annað fínerí og margir bera smit á milli með þeim hætti án þess að gera sér grein fyrir því. Skoðaðu þitt eigið atferli. Áttu það til að skella töskunni á gólfið og svo beint upp á borð?

Ekki hafa tannburstana of þétt saman. Sérstaklega ekki ef einhver hefur smitast. Tannburstar geta geymt bakteríur og þegar þeir liggja þétt saman er leiðin greið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert