Lamb „stir fry“ með spínati,kirsuberjatómötum og mango chutney

Ferskt, holtl og gott á nokkrum mínútum.
Ferskt, holtl og gott á nokkrum mínútum. mbl.is/

Gott hráefni kallar gjarnan á einfalda eldamennsku og fá innihaldsefni. Sé hráefnið gott er nefnilega lykilatriði að leyfa því að njóta sín. Hér er komin góðu lambaréttur sem tekur örfáar mínútur að elda og kemur skemmtilega á óvart.

Lamb „stir fry“ með spínati,kirsuberjatómötum og mango chutney
fyrir 2

1 pakki Lambakjöt Stir-Fry (Icelandic Lamb)
¼ rauðlaukur,sneiddur
40 gr spínat
5 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 msk ólífu olía
1 Msk mango chutney

Steikið kjötið á háum hita í 2 mín. Bætið mango chutney í og hrærið saman, bætið rauðlauk,spínati og tómötum í og eldið í 1 mín til viðbótar.

Kryddið til og berið fram með góðu salati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert