Sjúklega smart með sérsmíðuðum efri skápum

Opnu hillurnar/skáparnir gefa eldhúsinu mikinn svip.
Opnu hillurnar/skáparnir gefa eldhúsinu mikinn svip. mbl.is/Apartment Therapy

Hillur eða skápar? Þegar stórt er spurt vill svarið gjarnan þvælast fyrir manni enda er þetta mikilvæg spurning. Á að hafa skápa eða hillur?

Húseigendur í þessari íbúði í Kanada fóru hins vegar millileiðina og létu sérsmíða fyrir sig skápa sem eru í senn hillur eins og sjá má á myndunum. Skápunum blanda þau saman við hefðbundna skápa frá IKEA sem búið er að sprauta í nýjum lit og annarri áferð.

Borðplatan er síðan úr portúgölskum marmara sem kemur sérlega vel út. Hugvit og góður smekkur fara hér vel saman.

Húsráðendur voru hrifnir af opna stílnum í bland við lokaðan …
Húsráðendur voru hrifnir af opna stílnum í bland við lokaðan og því létu þeir sérsmíða þessa fallegu skápa sem eru bæði hillur og líka lokanlegir skápar með glerhurðum. mbl.is/Apartment Therapy
Lokaðir efri skápar í bland við opna. Eldhúsinnréttingin er frá …
Lokaðir efri skápar í bland við opna. Eldhúsinnréttingin er frá IKEA og heitir Akurum. Hurðirnar voru teknar og sprautaðar með sambærilegri málmáferð og heimilistækin – en þó í svörtum lit. mbl.is/Apartment Therapy
Virkilega góð nýting á rýminu.
Virkilega góð nýting á rýminu. mbl.is/Apartment Therapy
Hillurnar/skáparnir koma sérlega skemmtilega út og verður að segjast að …
Hillurnar/skáparnir koma sérlega skemmtilega út og verður að segjast að þetta er fremur frumleg lausn. mbl.is/Apartment Therapy
Eldhúsið er undir dönskum Vipp-áhrifum.
Eldhúsið er undir dönskum Vipp-áhrifum. mbl.is/Apartment Therapy
Út af eldhúsinu er að finna svalir sem breytast í …
Út af eldhúsinu er að finna svalir sem breytast í sannkallaðan paradísarreit á sumrin. Takið eftir því að glerskáparnir skera ekki sjónlínuna. mbl.is/Apartment Therapy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert