Mexíkóveisla fyrir bragðlaukana

mbl.is/Svava Gunnars

Hver er ekki í skapi fyrir einfaldan og góðan kjúklingarétt sem á rætur sínar að rekja til Mexíkó í kvöld?

Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit á þessa uppskrift sem hún segist hafa borið fram með mangósalsa, guacamole, sýrðum rjóma, salsa, heitri ostasósu, salati, tortillum og svörtu doritos. Hún hafi einfaldlega húrrað öllu á borðið og síðan hafi hver og einn sett matinn saman eftir smekk. Daginn eftir hafi hún svo gert sér salat úr afganginum.

Kjúklingafajitas

Ég bar kjúklinginn fram með mangósalsa, guacamole, sýrðum rjóma, salsa, heitri ostasósu, salati, tortillum og svörtu doritos. Það var einfaldlega öllu húrrað á borðið og síðan setti hver og einn matinn saman eftir smekk. Daginn eftir gerði ég mér salat úr afganginum. Svo gott!

 • 1 kg kjúklingabringur
 • 1,5 msk. oregano
 • 1,5 msk. kúmin (ath. ekki kúmen)
 • 1 msk. kóriander
 • 1/2 msk. túrmerik
 • 3 hvítlauksrif
 • safi úr 1 lime
 • 1/3 dl rapsolía

Skerið kjúklinginn í bita og pressið hvítlauksrifin. Blandið öllu saman og látið marinerast í um klukkustund (ef tími gefst). Dreifið úr kjúklingnum yfir ofnskúffu og setjið í 175° heitan ofn í um 8 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Það má líka steikja kjúklinginn á pönnu, þá er kjúklingurinn settur beint á heita pönnuna og hann steiktur upp úr olíunni í marineringunni.

Mangósalsa:

 • 1 ferskt mangó
 • 1 rauð paprika
 • safi úr 1/2 lime
 • ferskt kóriander

Skerið mangó og papriku í bita og blandið öllu saman.

Guacamole:

 • 1 avokadó
 • 1/2 rautt chili (fjarlægið fræin)
 • 1 hvítlauksrif
 • cayanne-pipar
 • sítrónusafi

Stappið avokadó, fínhakkið chili og pressið hvítlauksrif. Blandið saman og smakkið til með cayanne-pipar og sítrónusafa.

mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is