Flestir flaska á skammtastærðunum

Flest erum við sæmilega meðvituð um hvað við erum að innbyrða dags daglega til þess að halda línunum í lagi. Við erum jafnframt læs og kynnum okkur vel hvað maturinn inniheldur eða teljum okkur allavega vera með það nokkurn veginn á hreinu.

Eða hvað?

Samkvæmt grein sem okkur var bent á í tímaritinu Mens Health eru ansi margir að gera ein stór mistök sem eru mögulega að valda verulegum vandærðum og það eru skammtastærðirnar.

Þannig er viðmiðunarskammtur af granola oftar en ekki 60 ml eða 1/4 bolli. Flest fáum við okkur umtalsvert meira án þess að átta okkur á því að við erum fyrir vikið að borða umtalsvert meira af hitaeiningum.

Granolað er bara lítið dæmi um hvernig hægt er að gera stórkostleg stærðfræðimistök sem geta kostað okkur ansi mikið.

Verið því meðvituð hvað átt er við með skammtastærð og hversu stór sá skammtur raunverulega er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert