Mjúk súkkulaðikaka með salt-karamellupoppkorni

Að baka súkkulaðitertu yfir vatnsbaði inni í ofni gefur tertunni …
Að baka súkkulaðitertu yfir vatnsbaði inni í ofni gefur tertunni ákaflega mjúka og ljúffenga áferð. mbl.is/Fredik Ringe

Christopher William Davidsen, einn færustu kokka Noregs, verður gestadómari í keppninni Kokkur ársins 2018 sem fram fer í Hörpu 24. febrúar.

Við á Matarvefnum höfðum þó mestan áhuga á að elda eins og stjörnukokkur og fengum því þessa ljúffengu uppskrift frá Cristopher en hún er úr matreiðslubók hans, Mat hjemmefra, sem kom út árið 2017.

Súkkulaðikaka með saltkaramellu-poppkorni

650 g dökkt súkkulaði 
375 g smjör 
8 egg 
150 g syk­ur 
400 g syk­ur 
2 dl vatn 

Kara­mellupopp­korn 

100 g syk­ur 
100 g popp­korn 
klípa maldon-salt  

Bræðið súkkulaði og smjör saman í skál yfir vatnsbaði. 
Þeytið egg­in og 150 g af sykri uns létt og ljóst.
Bræðið 400 g af sykri í potti með 2 dl af vatni. 
Hrærið bræddu súkkulaði-og smjörblöndunni og syk­urs­íróp­inu sam­an í hræri­vél.
Hellið blönd­unni var­lega sam­an við eggja­blönd­una og hrærið var­lega sam­an. 
Hellið deig­inu í álp­app­írs­fóðrað köku­mót og bakið í vatnsbaði (vatnið á að ná upp á mitt kökumótið) við 160 gráður í 25 mín­út­ur.

Popp­kornið:
Bræðið syk­ur­inn í potti við væg­an hita og hellið popp­korn­inu út í þegar kara­mell­an er far­in að mynd­ast og er heit.

Hellið popp­korn­inu yfir bök­un­ar­papp­ír og stráið salti yfir. Látið kólna. 

Skreytið tert­una með popp­korni.

Christopher er upprunalega frá Stavanger en býr og starfar í …
Christopher er upprunalega frá Stavanger en býr og starfar í Þrándheimi. Hann er núna yfirkokkur hjá CAYA og veitingakeðjunni Søstrene Karlsen, en tekur síðan flljótlega við starfi hjá sögufræga Brittania-hótelinu í Þrándheimi sem opnar eftir gagngerar endurbætur 2019. mbl.is/Fredik Ringe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert