Heimagert Ferrero Rocher – hin fullkomna Valentínusargjöf

Jebb Valentínusardagurinn er í dag! Hvernig væri að henda í …
Jebb Valentínusardagurinn er í dag! Hvernig væri að henda í þessar dúllur! mbl.is/lazycatkitchen.com

Hver elskar ekki Ferrero Rocher? Það er líklega það súkkulaði sem ég elska hvað mest og myndi hvað mest óska mér sem gjöf á Valentínusar- eða konudaginn. Það væri fátt sem myndi toppa það – nema jú ef það væri heimagert! 

Þessi uppskrift er frá Anyju á lazycatkitchen.com og það verður að segjast að hún er grenjandi girnileg. 

Heimagert Ferrero Rocher
Innihaldsefni:

150 g 70% súkkulaði
150 ml kókosmjólk í dós eða rjómi
60 ml hlynsíróp
1-2 tsk. instant-kaffi eða væn klípa af sjávarsalti. Hvort tveggja dregur fram súkkulaðibragðið.
180 ml heslihnetusmjör
150 g ristaðar heslihnetur, hakkaðar
1 tsk. vanili-dropar

Sjá aðferð í myndbandi hér að neðan.

Smá handavinna en það er ástin nú líka.
Smá handavinna en það er ástin nú líka. mbl.is/lazycatkitchen.com
Ég tryllist hvað þetta er girnilegt!
Ég tryllist hvað þetta er girnilegt! mbl.is/lazycatkitchen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert