Stórbrotin vínhvelfing á nýjum veitingastað í Bláa lóninu

Á Moss Restaurant býðst gestum að ferðast undir yfirborð jarðar …
Á Moss Restaurant býðst gestum að ferðast undir yfirborð jarðar í vínkjallara sem á sér enga hliðstæðu. mbl.is/Blue Lagoon

Stefnt er að því að opna nýjan og stórglæsilegan veitingastað á fyrsta fimm stjörnu hótelinu hérlendis í apríl. Hótelið er hluti af Bláa lóninu og kallast Blue Lagoon Retreat en veitingastaðurinn kallast Moss Restaurant og mun opna samhliða nýja upplifunarsvæðinu í vor.

Veitingastaðurinn trónir sem hæsti hluti mannvirkja við Bláa lónið, en fellur engu að síður vel inn í umhverfið. Vínkjallari veitingahússins þykir stórbrotinn en með því að heimsækja vínkjallarann býðst gestum að ferðast undir yfirborð jarðar í vínkjallara sem á sér enga hliðstæðu. Vínhvelfingin er umlukin hrauni frá 1226 og má þar sjá mismunandi liti og lög hraunsins sem eru eins og frosin í tíma.

Hægt er að bóka sæti við svo kallað Chef's table …
Hægt er að bóka sæti við svo kallað Chef's table og fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum. mbl.is/Blue Lagoon

„Útsýnið er stór­brotið frá Moss yfir Bláa lóns svæðið, Illa­hraun og fjallið Þor­björn. Hönnun Moss Restaurant er unnin í nánu samstarfi Basalt arkitekta og ítalska fyrirtækisins Design Group Italia (DGI) en Sigríður Sigþórsdóttir hjá Basalt arkitektum er aðalhönnuður hótelsins og nýju heilsulindarinnar og Sigurður Þorsteinsson hjá DGI stýrir upplifunarhönnun staðarins.,“ segir Már Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, í svari við fyrirspurn Matarvefjarins. 

„Hjá Bláa lóninu er lögð mikil áhersla á teymisvinnu undir stjórn þeirra Inga Þórarins Friðrikssonar yfirmatreiðslumeistara og Helga Vigfússonar yfirframreiðslumeistara. Teymið á veitingasviði Bláa lónsins hefur sótt reynslu sína um allan heim sem og að ferðast um allt land í leit að besta hráefninu sem tekist hefur stórvel og endurspeglast í matseðli Moss Restaurants. Þjónustustigið er sniðið að þörfum og óskum gesta en leitast verður við að skapa ógleymanlegar minningar fyrir alla gesti staðarins,“ segir Már enn fremur en allir munu eiga kost á því að bóka borð á Moss hvort sem um er að ræða hótelgesti eða aðra gesti. 

Veitingahúsið er innréttað í í jarðlitum og er heildarmyndin stílhrein …
Veitingahúsið er innréttað í í jarðlitum og er heildarmyndin stílhrein og áreynslulaus. mbl.is/Blue Lagoon
Hluti veitingahússins er notaleg setustofa.
Hluti veitingahússins er notaleg setustofa. mbl.is/Blue Lagoon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert