GOTT opnar í Reykjavík

Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason inni á GOTT í Vestmanneyjum.
Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason inni á GOTT í Vestmanneyjum.

Þau skemmtilegu tíðindi berast að einn rómaðasti veitingastaður landsins, GOTT, muni senn opna í miðborg Reykjavíkur, nánar tiltekið á nýja Hilton Curio hótelinu í Hafnarstræti

Það eru hjónin Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir sem eru fólkið á bak við GOTT sem hefur notið mikilla vinsælda frá opnun. Sigurður er með þekktari kokkum landsins og Berglind er höfundur metsölubókanna, Heilsuréttir fjölskyldunnar.

Það er því von á góðu fyrir Reykvíkinga og nærsveitunga en samvkæmt heimildum Matarvefsins er áæltað að opna í mars.

Bókin GOTT eftir Berglindi og Sigurð.
Bókin GOTT eftir Berglindi og Sigurð.
Bókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi.
Bókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi.
mbl.is