Hefur áhrif á útbreiðslu krabbameins

Aspas með sólþurrkuðum tómötum, hvítlauksmjöri og parmesan
Aspas með sólþurrkuðum tómötum, hvítlauksmjöri og parmesan Árni Sæberg

Ef marka má nýja rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature þá gæti mataræði fólks haft veruleg áhrif á það hvort krabbamein vaxa og ná að dreifa sér um líkamann. Gerð var rannsókn á músum þar sem kom í ljós að ef þær fengu mat sem var laus við amínósýruna asparagine þá áttu krabbamein í brjósti erfitt með að vaxa og dreifa sér.

Asparagine er að finna í spergli, kjúklingi, sjávarfangi, og ýmsum öðrum matvælum.

Rannsóknin var gerð á rannsóknastofu breska Krabbameinsverndarfélagsins í Cambridge og fór fram á músum sem ræktaðar voru til að hafa mjög ágenga tegund brjóstakrabbameins. BBC greinir frá að undir venjulegum kringumstæðum hefði krabbameinið drepið mýsnar á nokkrum vikum, en þegar þeim var gefið fæði með mjög litlu magni af asparagine virtist sem vöxtur krabbameinsins stöðvaðist.