Svona gerir þú kransaköku án forma – skref fyrir skref leiðbeiningar

Kakan í allri sinni dýrð.
Kakan í allri sinni dýrð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það eru sjálfsagt margir farnir að huga að veitingum fyrir komandi fermingartíð og þó nokkrir sem hafa hugsað sér að ráðast í það skemmtilega verkefni að baka kransaköku. Slíkt þykir ægilega vandað og aðdáunarvert enda ekki á allra færi.

Halldór Kristján Sigurðsson, súkkulaðiséní hjá The Chocolate Trailer og bakari, kennir okkur hér réttu handtökin við gerð kransaköku og með hans aðstoð ætti hvaða amatör sem er að geta galdarað fram svo mikið sem eina kransaköku sem á eftir að trylla lýðinn.

Kransakaka

Kransakökudeig:

  • 1.100 g kransakökumassi
  • 500 g strásykur
  • 1-2 eggjahvítur

Aðferð:

Massa og sykri er hrært saman, eggjahvítum síðan bætt út í, massinn á að vera svolítið stífur.

Gerð köku:

Massanum er síðan skipt í 5 til 6 jafna hluta sem síðan er rúllað út í 50-70 cm lengdir hvert stykki. Næst er pressað ofan á lengjuna með hendinni þannig að rúllan verði u.þ.b. þríhyrnd á borðinu, við þetta lengist útrúllaða stykkið aðeins og er það eðlilegt.

Næst er tekið upp málband og lengjan mæld, fyrsti hringurinn á að vera 8 cm næsti 11 cm o.s.frv., alltaf bætt við 3 cm þannig að u.þ.b. 11-13 hringjum er náð, þegar búið er að móta alla hringina úr lengjunum er þeim raðað á bökunarplötu. Að lokum er síðan þrýst ofan á hringina með bökunarplötu eða sléttu áhaldi þannig að hringirnir verði sléttir að ofan.

Bakstur hringjanna: Í heimilisofni ætti að vera að í lagi að baka við 170-180c í 7-12 mín. í blæstri, það þarf að fylgjast vel með bakstrinum, helst horfa á hringina bakast og snúa reglulega plötunum í ofninum því oft vilja ofnar baka misjafnt. Þegar kakan er orðin köld má frysta hana, taka má kökuna úr frosti 1-2 dögum áður en veisla er haldin, skreytt síðan að vild.

Glassúr:

  • Dansukker-flórsykur
  • Eggjahvítur

Súkkulaðiskraut:

  • Nóa hjúpur
Halldór Kristján Sigurðsson súkkulaðiséní.
Halldór Kristján Sigurðsson súkkulaðiséní. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér sést hvernig rúllurnar eru búnar til.
Hér sést hvernig rúllurnar eru búnar til. mbl.is/Kristinn Magnússon
Mikilvægt er að þær séu allar jafnþykkar.
Mikilvægt er að þær séu allar jafnþykkar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fletjið þær örlítið út.
Fletjið þær örlítið út. mbl.is/Kristinn Magnússon
Og losið þær frá plötunni.
Og losið þær frá plötunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Rúllurnar skornar eftir máli.
Rúllurnar skornar eftir máli. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér gefur að líta rúllurnar þegar búið er að skera …
Hér gefur að líta rúllurnar þegar búið er að skera þær. mbl.is/Kristinn Magnússon
Setjið rúllurnar saman og búið til hring.
Setjið rúllurnar saman og búið til hring. mbl.is/Kristinn Magnússon
Svona líta hringirnir út – tilbúnir í ofninn.
Svona líta hringirnir út – tilbúnir í ofninn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Leggið smjörpappír ofan á.
Leggið smjörpappír ofan á. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér setur Halldór marmaraplötu ofan á og þrýstir laust niður.
Hér setur Halldór marmaraplötu ofan á og þrýstir laust niður. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér er allt að gerast.
Hér er allt að gerast. mbl.is/Kristinn Magnússon
Og nú eru hringirnir orðnir aðeins flatir að ofan og …
Og nú eru hringirnir orðnir aðeins flatir að ofan og sitja betur ofan á hver öðrum. Næst er að setja þá í ofninn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fullkomnir hringir að bakstri loknum.
Fullkomnir hringir að bakstri loknum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Glassúrinn búinn til.
Glassúrinn búinn til. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eitt stærsta og mikilvægasta atriðið er að skreyta kökuna. Vel …
Eitt stærsta og mikilvægasta atriðið er að skreyta kökuna. Vel skreytt kaka lítur út eins og atvinnumaður hafi gert hana. mbl.is/Kristinn Magnússon
Og hrærður saman.
Og hrærður saman. mbl.is/Kristinn Magnússon
Skrautið er búið til með þessum einfalda en áhrifaríka hætti.
Skrautið er búið til með þessum einfalda en áhrifaríka hætti. mbl.is/Kristinn Magnússon
Vængirnir á fiðrildunum fylltir með hvítu súkkulaði.
Vængirnir á fiðrildunum fylltir með hvítu súkkulaði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér er skrautið tilbúið og hægt að losa af smjörpappírnum.
Hér er skrautið tilbúið og hægt að losa af smjörpappírnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert