Hjálpartæki matarástarinnar

Gott er að vita hvaða vín fer vel með máltíðinni.
Gott er að vita hvaða vín fer vel með máltíðinni. mbl.is/Andrew H. Walker

Flest erum við hrifin af öllum þeim hjálpartækjum sem í boði eru – ekki síst ef þau aðstoða okkur við gerð hinnar fullkomnu máltíðar.

Á vef vínbúarðinnar er boðið upp á hið svokallaða „hjálpartæki matarástarinnar“ sem er forrit sem aðstoðar viðskiptavininn við að finna rétt vín fyrir máltíðina. Þar er hægt að velja tegund, verðflokk og síðan þann mat sem drekka á vínið með.

Vínbúðin hefur verið ötul við að bjóða upp á alls kyns fróðleik fyrir vínunnendur og þetta „hjálpartæki“ eins og það er kallað kemur að góðum notum og er mjög svo í anda fræðslustefnunnar sem þar er rekin en hjá Vínbúðinni starfa sérfræðingar í vínum sem leitast við að liðsinna viðskiptavinum eftir bestu getu.

Hægt er að fara inn á vef Vínbúðarinnar hér.

Hér gefur að líta hvernig hjálparforritið virkar.
Hér gefur að líta hvernig hjálparforritið virkar. mbl.is/skjáskot af vefsíðu Vínbúðarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert